Saga - 1979, Page 78
76
ÓLAFUR R. EINARSSON
„Jeg ved at De islandske Konservative forsöger at
indprente alle, særlig danske og svenske Socialdemo-
krater, at vort Parti er stærkt præget af kommunist-
iske Tendenser, men Sandheden er den at blot i en
eneste Fagforening (Arbejdsmændenes Fagforen-
ing, Reykjavík) har Kommunisteme forsögt at orga-
nisere sig. Ved Valgene til vore forestaaende Parti-
kongres 3. Dec. fik vi Socialdemokrater alle 9 Dele-
gerede. Heraf vil du se at Kommunisterne faktisk
ingen Indflydelse har paa Partiets Politik. Men du vil
sikkert indse Vanskelighederne ved at skaffe dem
enkeltvis ud af Fagforen ingeme.“ 2 7)
En þessi skrif í nóvember 1926 nægðu ekki til að fá að-
stoð því beiðninni var formlega hafnað í bréfi 29. nóv.
1926. Fram kemur í bréfinu að dönsku socialdemokrötun-
um þótti upphæðin há, auk þess væru þeir sjálfir nýkomn-
ir út úr harðri og dýrri kosningabaráttu. Þó lofa þeir 'að
kanna möguleika á frekari aðstoð, en þá sé þörf á upplýs-
ingum um fjárhagsstöðu Alþýðublaðsins, Alþýðuprent-
smiðjunnar, Alþýðubrauðgerðarinnar og einnig flokks-
ins.28) Ljóst er af skeytum, sem Jón sendi í nóvember að
honum hefur legið á að fá svör fyrir 7. þing ASÍ, en það
hófst 3. desember. Fr. Andersen sendi skeyti 23. nóvember
þar sem hann segir að það væri „næppe store Udsigter“
fyrir því að orðið yrði við beiðninni um 50.000 króna að-
stoð.28)
Hvað gat forysta Alþýðuflokksins gert til að auka lík-
urnar á að fá betri úrlausn frá bræðraflokkunum á Norð-
urlöndum? Öll fjármálin voru í óvissu er 7. þing ASI hófst,
27) Bréf Jóns Baldvinssonar til Hr. Stauning 4. nóv. 1926, SD-arkiv,
ks. nr. 854, 1. nr. 3, ABA Kh.
28) Bréf Socialdemokratisk Forbund til Jóns Baldvinssonar 29. nóv.
1926, SD-arkiv, ks. nr. 854, 1. nr. 3, ABA Kh.
29) Skeyti frá Fr. Andersen til Jóns Baldvinssonar 23. nóv. 1926, SD-
arkiv, ks. nr. 854, I. nr. 3, ABA Kh.