Saga - 1979, Page 84
82
ÓLAFUR R. EINARSSON
ing’syfirlit til danska Socialdemokrataflokksins. Þar er gerð
grein fyrir stöðu Alþýðuflokksins, Alþýðublaðsins, Alþýðu-
prentsmiðj unnar og Alþýðubrauðgerðarinnar og fjárstuðn-
ingi eftir stríð. Yfirlitið38) í heild er á næstu síðu.
Þetta yfirlit sýnir vel hve skuldabagginn var orðinn til-
finnanlegur fyrir hreyfinguna og hemill á frekari starfsemi
flokksins. Þá sést einnig að Alþýðubrauðgerðin hefur verið
mikil fjárhagsleg stoð fyrir flokkinn og blaðið, en Jón Bald-
vinsson var forstöðumaður hennar, en þegar hér var komið
var rekstur brauðgerðarinnar það erfiður að hún var ekki
aflögufær. Flokksmenn og flokkurinn sjálfur leggja fram
til Alþýðublaðsins ríflega helmingi hærri upphæð en danski
styrkurinn nam á umræddu tímabili. Danskir socialdemo-
kratar hafa á árunum 1919—1926 veitt samkvæmt yfirlit-
inu 27.000 krónur til Alþýðublaðsins, þó heimildir í fyrr-
greindum bréfum bendi ekki til svo hárrar upphæðar. Þá
kemur fram að litið er á þetta sem styrk en ekki lán„ Á
sama tíma 1919—1926 veitti danski Socialdemokrataflokk-
urinn alls 220.000 d. kr. til stuðnings við erlenda bræðra-
flokka.39) Nú stóð danski flokkurinn frammi fyrir ís-
lenskri beiðni upp á 50.000 kr. sem var of stór beiðni til að
danski flokkurinn gæti einn orðið við henni. Aðild Alþýðu-
flokksins að Alþjóðasambandi sósíalista opnaði alþjóðlega
leið til fjársöfnunar árið 1927.
,,Es gilt Leben oder Tod der islandischen Partei.“40)
Þann 24. ágúst 1927 sendir Socialdemokratisk Forbund
í Danmörku bréf til aðildarflokka Alþjóðasambands sósíal-
38) Oversigt over det islandske Partis öjeblikkelige Status, SD-ai'k-
iv, ks. nr. 855, 1. nr. 4, ABA Kh.
s») Bréf Socialdemokratisk Forbund i Danmark til 12 socialdemo-
krataflokka í 11 Evrópuríkjum dagsett 24. ágúst 1927, SD-arkiv,
ks. nr. 855, 1. nr. 4, ABA Kh.
40) Bréf Socialdemokratisk Forbund i Danmark til 12 socialdemo-
krataflokka í 11 Evrópuríkjum, dagsett 24. ágúst 1927, SD-ark-
iv, ks. nr. 855, 1. nr. 4, ABA Kh.