Saga - 1979, Page 87
FJÁRHAGSAÐSTOÐ OG STJÓRNMÁLAÁGREININGUR 85
vænst.43) Á útmánuðum 1928 er söfnunin gerð upp. Flokk-
ar í eftirtöldum löndum lögðu ekkert af mörkum: Englandi,
Sviss, Austurríki og Póllandi. Fylgdu sumum bréfunum
alls kyns afsakanir. Frá eftirtöldum löndum bárust alls
^•200 d. kr.: Finnl., Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Frakk-
jandi og Tékkóslóvakíu. Sænski Socialdemokrataflokkur-
inn bætti síðan við 10.000 kr., þannig að alls komu 17.200
d. kr. út úr erlendu söfnunarbréfunum. Danski Socialdemo-
krataflokkurinn hafði samhliða alþjóðlegu söfnuninni stað-
fyrir fjársöfnun meðal verkalýðs- og samvinnufélaga
1 Danmörku. Sú söfnun gaf heldur lítið af sér, þannig að
f ramkvæmdast j órn Socialdemokratisk Forbund sam-
þykkti að leggja fram það sem á vantaði, þannig að söfn-
anin næði 40.000 ísl. kr. (eða 33.000 d. kr.). En fram-
kvæmdastjórnin setti Alþýðuflokknum tvö skilyrði fyrir
fjárveitingunni:
,,1) at Partiets Bestyrelse giver et bestemt Tilsagn
om herefter at söge Kontingent til Partiet og
Abonnementpris for Bladet afpasset efter de Ud-
gifter, der kan paaregnes,
2) at det oplyses, at der opnaas Moratorium i Bank-
en, som har ydet Laanene f. Eks. for 10 Aar.“44)
Jafnframt var það tekið fram að aðeins mætti nota
þetta fjármagn til að borga niður skuldir. Viku síðar til-
kynnti flokksstjórn Alþýðuflokksins að. fyrra skilyrðið
Vaeri uppfyllt og sendi afrit af fundargerð er kvað m. a. á
Urn aðskilnað fjárhags flokksins og blaðsins. 1 árslok 1927
höfðu Th. Stauning og Jón skipst á bréfum varðandi mögu-
leika á því að Alþýðuflokkurinn fengi gjaldfrest á lánum
) Bréf Socialdemokratisk Forbund til Jóns Baldvinssonar 5. des.
44 ^27, SD-arkiv, ks. nr. 855, 1. nr. 4, ABA Kh.
) Bréf Socialdemolcratisk Forbund til Jóns Baldvinssonar 17. júlí
1928, SD-arkiv, ks. nr. 855, 1. nr. 4, ABA Kh.