Saga - 1979, Page 95
VERSLUN BJÖRGVINJARMANNA
93
Um, og það mun hafa riðið baggamuninn. Með tilskipun
frá 20. apríl 1602 hófst einokunarverslun Dana á Islandi.3)
Upp frá þessu heyrði hið sérstaka samband Islands við
Noreg sögunni til, þó með þeirri undantekningu að stundum
skyldi fjallað um málefni landanna í sömu stjórnarskrif-
stofunum.4)
Frá 17. öld er aðeins þekkt eitt dæmi um skip, sem sigldi
frá Björgvin til Islands. Það var „Crocodilen", sem fékk
árið 1691 leiðarbréf frá danska kansellíinu til slíkrar
ferðar. Hér var þó ekki um að ræða sjálfstætt framtak
Bj örgvinjarmanna, því að kaupmaður nokkur í Kaup-
mannahöfn hafði tekið skipið á leigu.5) Gera má ráð fyrir,
að fleiri svipaðar ferðir hafi verið farnar til Islands, þó að
þeirra sé ekki getið í heimildum, ekki síst þegar tillit er
fekið til þess, að hvalveiðar Dana og Norðmanna við strend-
Ur Spit.zbergens og Grænlands voru í lok 17. aldar að öllu
leyti í höndum Björgvinjarmanna. Reynslan frá hvalveið-
unum gat verið útgerðarmönnum í borginni nytsamleg ef
þeir vildu leggja út á úfið Islandshaf.
Vitað er um talsverða siglingu Björgvinjarmanna til ls-
lunds í upphafi 18. aldar. Árið 1711 tóku Islandskaup-
uienn í Kaupmannahöfn tvö Björgvinjarskip á leigu til
íslandsferða, 1712 lagði eitt skip af stað þangað og tvö
úrið eftir. Síðastnefndu skipin áttu að fara til Ólafsvíkur
°g Dýrafjarðar.0)
Sumt getur bent til þess að um þetta leyti hafi Björg-
viujarbúar einnig siglt eitthvað á eigin vegum til Islands. 1
ferðaáætlun útgerðarmanna í Björgvin fyrir sumarið 1729
segir, að Johan Lampe skipstjóri á „Fortuna", sem bar 98
lestir, ætli til Staðarvíkur (í Grindavík) með matvæli,
újálka, borðvið, steinkol og ýmsar byggingarvörur. 1 stað-
:'Ó Jón J. Aðils, 63—64, 67 o. áfr.
') Bernt Lorentzen, 160.
5) A. M. Wiesener, 167, 29. apríl 1692.
’) Bernt Lorentzen, 271—73.