Saga - 1979, Page 101
VERSLUN BJÖRGVINJARMANNA
97
herslu á að Islandssigling-arnar væru til hagsbóta fyrir
útgerðarmenn, sjómenn, kornútflytjendur og ýmsa iðn-
aðarmenn í höfuðborginni.11)
Thott nefndi einnig, að fram hefðu komið tillögur um
endurbætur á högum hinnar íslensku þjóðar, og sagði
síðan:
De fleste dog ere ugiorlige, med mindre mand tillige
vidste at vise, hvorledes dette Land een half Snes
Grader nærmere mod Syden var at nedflytte.11)
Enda þótt menn færu upp úr þessu fremur en áður
að viðurkenna, að einokunarverslunin væri íslensku þjóð-
inni til tjóns, liðu meira en 50 ár frá því að Thott ritaði
álitsgerð sína þar til einokunin var afnumin. Það gerðist
ioks 18. ágúst 1786, þegar út var gefið „Plakat angaaende
den kongelige Monopol Ophævelse paa Island.“12) I inn-
gangi auglýsingarinnar má greina tvíþættan tilgang henn-
ar, en þar segir, að auglýsingin sé til komin vegna lands-
föðurlegrar umhyggju fyrir Islandi, og einnig eigi hún að
leiða gott af sér fyrir alla þegna konungs. Samkvæmt aug-
lýsingunni leyfðist öllum þegnum konungs að sigla til Is-
lands, veiða þar og versla. Undanteknir voru þegnar á
Finnmörku, í Færeyjum og á Grænlandi, en í þessum lönd-
um skyldi enn ríkja verslunareinokun. 1 viðbótarákvæðum,
sem komu á næsta ári var tekið fram, að leyfið næði einn-
ig1 til íbúa hertogadæmanna, en það var einkum mikilvægt
kaupmönnum í verslunarborginni Altona.13) Bann gegn
þátttöku útlendinga í Islandsversluninni var jafnframt
endurtekið og ítrekað. I stað hinna föstu verslunartaxta,
sem gilt höfðu á einokunartímanum, skyldi nú koma frjáls-
ari verðmyndun á milli kaupmannanna og Islendinga
sjálfra. Danskar og norskar vörur, sem fluttar væru til
11) Thott, 97.
12) Lovsamling V, 317—38 og 343—52.
13) Schou, 243, sjá Lovsaml. V, 376—77.
7