Saga - 1979, Page 103
VERSLUN BJÖRGVINJARMANNA
99
en í næstfjölmennasta kaupstað landsins. Til bæjarins
barst mikið af fiski, ætluðum til útflutnings, frá Norður-
og Vestur-Noregi, og þar var einnig innflutningshöfn fyrir
verulegan hluta þeirrar kornvöru, sem síðan fór til þessara
sömu landshluta. Um þessar mundir áraði vel í verslunarlífi
bæjarins. Vaxandi eftirspurn eftir útflutningsvörum
Björgvinjarbúa á erlendum mörkuðum, hækkandi verðlag
og góður sjávarafli, leiddu til metútflutnings af skreið,
saltfiski og saltsíld. Auk hinna hefðbundnu markaða í
Hollandi, Norður-Þýskalandi og löndunum við Eystrasalt
var nú unnt að flytja mikið af skreið og saltfiski til Mið-
jarðarhafslanda, einkum Italíu. Á dögum frelsisstríðs
Bandaríkjanna höfðu hinum vaxandi verslunarflota boð-
ist ný tækifæri. Björgvinjarskipin voru þannig ekki aðeins
í förum fyrir Björgvinjarmenn sjálfa, heldur sinntu þau
einnig í vaxandi mæli flutningum milli annarra landa,
ekki síst á milli hafna við Miðjarðarhaf eða á milli þeirra
og borga í norðvestanverðri Evrópu. Við lok frelsisstríðs-
ins 1783 sneru Englendingar og Hollendingar, aðalsigl-
ingaþjóðirnar, sér aftur af fullum krafti að vöruflutning-
unum, og samkeppnin harðnaði. Leita þurfti nýrra verk-
efna fyrir mörg Björgvinjarskipanna. Árið 1784 hafði að-
eins eitt skip frá Björgvin verið að hvalveiðum við Græn-
iand, en 1790 voru hvalveiðiskipin orðin átta, og þriðji hver
sjómaður í bænum hafði þá atvinnu af þessum veiðum.10)
Upphaf fríhöndlunar á Islandi merkti, að enn frekari tæki-
feri buðust. Ljóst virtist, að íslenska skreiðin og saltfisk-
urinn gætu skipt miklu máli fyrir Miðj arðarhafsmarkað-
ina, en Norðmenn áttu erfitt með að fullnægja eftirspurn-
inni þar syðra með eigin framleiðslu. Þannig sést að á ár-
unum 1787—90 virtist allt benda til að hagkvæmt myndi
verða að endurvekja Islandssiglingar Björgvinjarmanna.
Aðstæðurnar voru nú allt aðrar en verið hafði á milli
1720 og 1730, þegar þetta hafði síðast verið til umræðu.
10) Anders Bjarne Fossen, kap. 35.