Saga - 1979, Page 108
104
A. FOSSEN OG M. STEFÁNSSON
uden en hel Mengde Fiskerhytter langs ved hele S0-
kanten, hvor alle Folck her omkring fra alle Kanter
svommer til fra Paaske til midt i Juli Maaned for at
fiske der .. .28)
Samkomulagið á milli Heidemanns og Thieles batnaði
lítið á árinu 1789. Sá síðamefndi skrapp til Altona vetur-
inn 1788—89. Þegar hann birtist aftur á Isafirði, kom
Heidemann að máli við hann og hélt því fram, að Björg-
vinjarkaupmenn og Altonakaupmenn hefðu náð samkomu-
lagi um að hafa nokkra samvinnu á Islandi. Thiele vildi
ekkert við þetta kannast, en Heidemann taldi þó, að af
samtalinu hefði mátt ráða, að vinnuveitendur Thieles í
Altona hefðu veitt honum áminningu. Þegar Heidemann
impraði síðan á að gera mætti samkomulag um fast verð-
lag á vörum við kaup og sölu, fékk hann yfir sig „fúkyrði
en annars fá svör.“ Þrátt fyrir þetta komst nú nokkur
samvinna á. Út á við hafði það þær afleiðingar, að Islend-
ingar tóku að líta á Björgvinjarfélagið 0g Altonakaup-
mennina sem eitt og sama félag, en það taldi Heidemann
heppilegt fyrir verslunina. 1 reynd náðist samkomulag um
verðlag á mjöli: hver rúgmjölstunna skyldi seld á 6 ríkis-
dali. Heidemann taldi þó, að Thiele reyndi að fara í kring-
um þennan samning, því að hann borgaði sérstaklega fyrir
tómu tunnurnar þegar þeim var skilað, en það taldi Heide-
mann sér ekki kleift að gera. Nokkru síðar varð að sam-
komulagi með kaupmönnunum tveimur, að þeir skyldu
halda verðinu á lýsi, sem þeir keyptu, í 8 rd. 32 sk. fyrir
tunnuna.29)
Ef trúa skal bréfum, sem Heidemann sendi til Björg-
vinjar í júní 1789, gekk verslunin ekki sérlega vel þrátt fyr-
ir þessa samvinnu. Með nokkrum drýgindum skýrir hann
frá því, að helstu menn staðarins hafi sagt við aðstoðar-
mann sinn, Hans Joachim Hagelin, að Heidemann væri
2») 534 f.l og 3, 10. og 29. júní 1789.