Saga - 1979, Page 114
106
A. FOSSEN OG M. STEFÁNSSON
þar til föst sölubúð yrði fullbúin á Isafirði. Þá var líka enn
verið að vinna að aðalhúsinu og bryggj unni þar, og jafn-
framt starfaði Hagelin að því að reisa smiðju, fiskverk-
unarhús og aðrar byggingar í Bolungarvík. Þörf var á
góðu byggingarefni til þessara framkvæmda, en Heide-
mann hafði orðið var við, að venjulegur borðviður var
mjög góð söluvara. Það hafði jafnvel borgað sig að selja
afgangsborðin, sem hann hafði notað í gólfið í krambúð-
inni.32)
Hið fjórða sem samkvæmt eigin sögn hindraði Heide-
mann í því að helga sig eiginlegum rekstri verslunar-
innar, var að íslensku byggingarverkamennimir unnu
óskiljanlega hægt. Hann kvaðst öðru hverju berja þá, en
án árangurs. Þessi skortur á vinnusemi yrði ekki aðeins
til að seinka verkinu, heldur yrðu einnig vinnulaunin þar
með óhæfilega há.32)
Hið fimmta, sem varð versluninni til tjóns að dómi
Heidemanns, var að samstarfsmenn hans reyndust ekki
jafn duglegir og áhugasamir og hann sjálfur. Fyrsta að-
stoðarmann sinn, Lassen, hafði hann misst á hörmulegan
hátt:
Han drak sig en Dag saa spunse full, begjærte
Demission hos mig, jeg vilde ei gjore det, beholdt
hans Klæder, men det hjalp icke, han solgte sit Uhr og
Spenner her, gik med et Par Islendere over et Fjeld,
underveis blev han forladt af dem uden at jeg visste
deraf og fros dod paa Fjeldet . . . 33)
Heidemann taldi þó ekki, að verslunin hefði skaðast
mjög mikið á fráfalli Lassens, því að hann hefði verið til
lítils gagns.33) Heidemann var ánægðari með nýja aðstoð-
armanninn, Hans Joachim Hagelin, sem stóð sig vel í Bol-
ungai'vík. Heidemann lýsti einnig vantrausti á Lars M.
33 ) 534 f.3.