Saga - 1979, Page 115
VERSLUN BJÖRGVINJARMANNA 107
Holm skipstjóra, taldi hann að vísu heiðarlegan, en jafn-
framt einfaldan og trúgjarnan, og sakaði hann um að
hafa dregið upp alltof bjarta mynd af aðstæðunum í Bol-
ungarvík, en það hafði orðið til þess að kaupmennimir í
Björgvin höfðu ávítað Heidemann fyrir að hafa ekki
Hyggt þeirra félagi einu þann verslunarstað.33)
1 bréfum Heidemanns til Jansons og félaga hans í Björg-
vin er mjög reynt að afsaka þær tafir sem orðið höfðu í
sambandi við íslandsverslunina. Jafnframt gætir þó í
bréfunum nokkurrar bjartsýni varðandi framtíðina, eins
°g fyrr var nefnt. 1 heild má samt segja, að þær vonir,
sem hluthafarnir í Björgvin höfðu bundið við Islands-
siglingamar, hafi að nokkru brugðist. Fremur illa gekk
að fá Islendinga til að kaupa söluvörur verslunarinnar, og
vii’ðist það sumpart hafa stafað af því að þessar vörur
hafi verið lélegar, t.d. tóbaldð, sem unnið var í Björgvin.
I þessa sömu átt bendir einmitt, að Islendingar skyldu
heimta reiðufé af Heidemann fyrir afurðir sínar. Reiðu-
féð gátu þeir síðan notað til vörukaupa hjá Thiele eða
öðrum sölufulltrúum Altona-kaupmannanna, t.d. Hinkel
í Dýrafirði.34) Eins og fram kemur hér á eftir, sat Heide-
Wann uppi með mikið af óseldum vörum í árslok 1789.
Fiskveiðamar, sem höfðu átt að vera annar meginþáttur
starfseminnar á Islandi, virðast hafa gengið misjafnlega.
Aður hefur verið nefnt, að á vertíðunum 1787 og sum-
Part einnig 1788 hafi lítið verið fiskað, þar eð sjómenn-
U’nir urðu að sinna byggingarvinnu. Síðarnefnda árið
héldu þó a.m.k. tvö skip til veiða, og jafnframt náði
Heidemann samningum við fáeina Islendinga um að þeir
létu hann hafa fisk gegn staðgreiðslu.35) Erfitt reyndist að
þurrka fiskinn, og jafnvel kom fyrir að hollenskir fiski-
nienn réðust á Islendingana og rændu veiðinni, en þó sýna
3i) 534 f.2.
33) 534 f.3.