Saga - 1979, Page 117
VERSLUN BJÖRGVINJARMANNA
109
sem hafði stjórnað „Isefjord" áður og var bróðir Lars
Holm á „Grindevig". Skipin þrjú voru að verulegu leyti
hlaðin vörum í eigu Kahrs, en þar að auki sendi hann
vörur með þremur skipum til viðbótar. Aðrir kaupmenn,
sem sendu talsvert af vörum, voru P. Freuchen bæjarrit-
ari og tóbaksgerðareigandi, J. H. Eggerking kaupmaður og
brennivínssali og Alexander Wallace sem var enskur
konsúll í Björgvin. Á næstu árum varð Kahrs sér úti um
enn eitt skip, „Jomfru Catharina", og reyndar átti fyrir
því skipi að liggja að verða síðast skipa til að leggja upp
í Islandssiglingu frá Björgvin á þessu fyrsta skeiði frí-
höndlunarinnar. Einstakar Islandsferðir af þessu tagi
urðu flestar árið 1790. Næstu ár þar á eftir fór meirihluti
Islandsferðanna fram á vegum hlutafélagsins (sjá 1.
fylgiskjal).
Vömr og markaðir.
Eins og fram kom í upphafi, var kaupfarið „Haabet“
fermt með býsna fjölbreytilegum varningi þegar það lagði
upp í fyrstu Islandsferðina 1787. Sé litið á Islandssiglingar
næstu ára í einu lagi, sést að helstu vöruflokkar, sem siglt
var með voru kornvörur (ómalað kom, rúgmjöl, haframjöl,
byggmjöl og brauð), trjávörur (borðviður, bjálkar, börk-
ur og brenni), jámvörur (naglar, stangajárn, pottar),
tóbak, létt vín, brcnnivín og vefnaöarvörur. I förmunum
var að finna hundruð vörutegunda, allt frá títuprjónum og
vasaklútum upp í hverfisteina og smábáta. Af 2. fylgi-
skjali hér á eftir sést, hve miklar og margvíslegar vörur
voru sendar frá Björgvin til Islands árið 1790, þegar þessi
verslun stóð sem hæst, en 3. fylgiskjal sýnir varninginn
fímm árum síðar, þegar mjög hafði dregið úr sigling-
um.37) A umræddum fylgiskjölum er þó ekki að finna tæm-
audi upplýsingar um þær vörur sem Björgvinjarkaup-
3T) R.A. Tollregnskap. Bergen. 1790 og 1795. Utgáende tollböker.