Saga - 1979, Page 126
116
A. FOSSEN OG M. STEFÁNSSON
dúni, 39 tófuskinn af ýmsum gerðum, 185 lambskinn, 24
peysur, 104 pund (52 kg) af ull og nokkuð af annarri tó-
vöru fyrir samanlagt innkaupsverð að upphæð 2.163 ríkis-
dalir.51) Ekki er heldur unnt að meta hve mikill ágóði fé-
lagsins af þessum farmi var.
Líklega má gera ráð fyrir því, að rekstur hlutafélagsins á
Islandi hafi í heild borið sig, en ekki gefið þann arð, sem
vonast hafði verið eftir.
Styrjaldurtímar op gróðaár.
Á þeim árum, sem hér hefur verið rætt um, virðist ein-
att hafi verið um það að velja að senda skipin í Islands-
ferðir eða leggja þeim að öðrum kosti, því að yfirleitt voru
farmgjöld lág og lítil eftirspum eftir skipum til flutninga.
I framhaldi af þessu er rétt að ræða orsakir þess að Is-
landsferðirnar lögðust af. Árið 1792 hófst styrjöld milli
Frakklands annars vegar og Austurríkis og Prússlands
hins vegar, og ári síðar bættist England 1 hóp óvina Frakk-
lands. Á tímabilinu 1793—1800 var samfelldur ófriður,
sem voldugasta siglingaþjóðin, Englendingar, átti alltaf
hlut að. Þegar Frakkar réðust inn í Holland og stofnuðu
lýðveldi þar 1795, urðu Hollendingar, sem voru næst-
mesta siglingaþjóðin, fyrir hafnbanni Englendinga. Við
þessa atburði fengu Danir og Norðmenn, sem gættu hlut-
leysis, einstæða möguleika til að láta að sér kveða á sviði
alþjóðlegra vöruflutninga. Ekki stóð á útgerðarmönnum
í Björg\ún og Altona að notfæra sér þessi tækifæri. Árið
1792 voru í eigu Björgvinjarmanna 127 skip, alls tæp-
lega 8.100 svonefndar timburlestir, en fimm árum síðar
voru skipin orðin 142, alls 10.200 lestir.52) Hækkun farm-
gjaldanna vegna stríðsins gerði kleift að draga upp legu-
5!) 534 f.7.
52) Anders Bjarne Fossen, kap. 35.