Saga - 1979, Page 144
134
HELGI ÞORLÁKSSON
við teinæringa (Lúðvík Kristjánsson 1964, 41—42). Á
eftirbátum hefur mátt flytja allmikla farma, t.d. upp fyrir
ármót við Þverá.4)
Þægilegt hefur verið að láta innfallsstraum sjávar bera
skip allt að 3.5 km upp í Hvítá og vart ofraun að draga þau
síðan lengra upp eftir (sbr. ÍF II, 72). E.t.v. mátti beita
hestum til dráttar sunnan ár? En hversu langt var
farið með hafskip? Fóstbræðrasaga segir að Þorgeir Há-
varsson og félagar hafi haldið skipi upp í Flóa í Norðurá
(knerri skv. vísu) og sett þar upp á vetrum enda hafi þá
verið þar „skipa höfn tíð“ (IF VI, 159—160). Ármót
Hvítár og Norðurár voru með öðrum hætti áður, kvísl úr
Hvítá sameinaðist Norðurá hjá bænum Flóðatanga sem
nefndist Flóatangi á 17. öld og enn árið 1745 (sjá kort 2).
Sameinaðar hafa Norðurá og kvísl Hvítár myndað allmik-
inn „flóa“ sem svo nefndist og þangað á Þorgeir að hafa
komið skipi sínu (HÞ 1972, 122—128).
5.3. Hvar voru Hvítárvellir? Þótt verslunarstaðurinn
Hvítárvellir liafi verið einn af þremur mikilvægustu versl-
unarstöðum Islands á hámiðöldum hefur mönnum ekki
') Ýmis athyglisverð örjiefni eru við árnar og gætu bent til báts-
ferða og flutninga á ánum. Hér má nefna Hellu við Hvítá og frekar
tvær en eina. í Noregi eru hellunöfnin tekin til vitnis um löndun og
losun báta, sbr. örnefnið Lahelle, Hlaðhella (Pritzner hlaðberg,
hlaðhella og liella (2); Sveaas Andersen 1977, 227—229; Koht 1919,
403—404). I landi Neðraness milli Þverár og Hvítár hét Hella við
Hvítá. Þessi staður er mjög athyglisverður af því að þarna áttu
höfðingjar fundi með sér árin 1252 og 1253 (Stu II, 126, 144; Isl
Ann). Nafnið er týnt en í lögfestu Neðraness, frá 1680, segir: „úr
Hörðuhól sjónhending í síkið sem rennur ofan með Hellunesi"
(Þjskjs Ks IX. 4.A.1, 72, sbr. HÞ 1972, 114—115). Hellunes hefur
víst verið það sem núna nefnist Eyrarnes. Getið er fundar höfðingja
undir Höfðahólum (rétt Hörðuhólum) og var það vafalítið á Hellu
líka (Stu II, 120). Ofar við Hvítá mun hafa verið önnur Hella við
Helluflúðir (Kaðalsstaðafossa). Örnefnið Skipalág á þessum slóðum
og einnig Skipanes neðar benda til flutninga með bátum á ánum.
Hellurnar voru e.t.v. umhleðslu- og losunarstaðir (HÞ 1972, 139—
141).