Saga - 1979, Page 147
MIÐSTÖDVAR STÆRSTU BYGGÐA 137
Órækj a Snorrason á leið að vestan upp í Reykliolt (Stu I,
°87). Er auðséð að Seleyri gegnt Borgamesi hefur ekki
verið á leið hans.
Hafskipa er getið við Seleyri árin 1315, 1316 og 1343
(Lár 66, 75; Isl Ann). Arngrímur getur um Seleyri í Hvítá
Seni alkunnan stað en nefnir ekki Seleyri undir Hafnarfjalli
enda lá sumarvegur úr Leirársveit til Hvítár um Skarðs-
heiði (Stu I, 404; sjá kort 1). Seleyri gegnt Borgarnesi
(sbr. IF I, 71) hefur því ekki verið svo mjög í þjóðbraut
sem ætla mætti að ókönnuðu máli. Mun Seleyrin sem getur
árin 1315, 1316 og 1343 vafalítið vera sú sem svo nefndist
fyrir ofan Þjóðólfsholt á 16. og 17. öld.
Föst búseta. Ekki munu nú sjást rústir eða búðaleifar
°fan Þjóðólfsholts þannig að augljóst megi kalla. Þar sem
búðimar voru 1219 segja heimildir að væru „húsakotin“
Uni 1280 og „húsabærinn“ um 1350. Hugsanlegt er að hér
sé átt við klasa smáhúsa.6)
Húsabær getur merkt „hús lítil“, tvö eða fleiri smáhýsi þar sem
týr fólk, e.t.v. með öllu búfjárlaust (ÍF XII, 212—213; Rígsþula
inngangsorð). Dæmi er um húsabæ sem einnig nefndist húsakot (IF
A-XVII, 258). Kot er þar í alþekktri merkingu (smáhýsi) en gat líka
n>erkt hús eða bústaður í eyði (Ólafur Lárusson 1929, 51—54; sbr.
íka Björn Teitsson 1978, 59—61). Sturla Þórðarson hefur ritað
>>húsakotin“ í Islendingasögu simii um 1280 (upprunalegur texti í
M 399 4to, sbr. Bps I, 509). I annarri aðalgerð Sturlungu, þeirri
S01n varðveitt er í Króksfjarðarbók frá um 1350, stendur hins vegar
»húsabærinn“ (Stu Kál I, 333).
Arngrímur ritar um búð Guðmundar (Norðlendinga) „það var
ausabúð og hafði öngva jarðveggi“ (Bps II, 107). Sé þetta rétt og
turla hafi vitað það má e.t.v. álykta að með orðinu „húsakot" eigi
ann við breyttar aðstæður, hlaðnar búðir, ótjaldaðar (sbr. eyði-
_ýh). „Húsabær“ gæti þá e.t.v. verið bær reistur á búðatóftum. En
°varlegt mun að treysta á Arngrím um þetta og bágt að sjá að
°i*ðið hús (sbr. húsakot) megi nota um búð sem þurfti að tjalda.
I skýringum við Stu 1946 segir „húsakot, þ.e. sennilega húsarústir"
y 561). Hér er e.t.v. átt við að búð Guðmundar hafi verið komin í
1 úst um 1275. Engin líkindi eru til að athafnalíf hafi verið minna á
eleyri um 1275 en um 1220. (Framli. á næstu síðu.)