Saga - 1979, Page 154
144
HELGI ÞORLÁKSSON
um Þorláks biskups að þeim Tanna og’ Hallfríði lifandi
(DI I, 174). Á yngri máldaga Staðarhrauns má sjá að
Tanni var Torfason (DI I, 278—279). Maður með þessu
nafni er nefndur í Landnámu, talinn fimmti maður frá
landnámsmanni, sagður afkomandi Þórarins á ökrum sem
land hafi átt milli Hítarár og Álftár (IF I, 93—94).
Minnisgrein? Þorlákur biskup sem getur í máldaga
Hrauns hlýtur að vera Þorlákur Runólfsson (1118—1133).
Skráin um sælubú á Bakka kann að vera minnisgrein hans
um samkomulag Tanna, Hallfríðar og Gissurar biskups
(1082—1118). 1 Grágás segir:
Ef maður varðveitir brú eða skip það, er fé er til
lagið, og er hann útlagur ef hann innir eigi máldaga
og á þá sök hver er fars missir (II, 454; I a, 222).
Hugsanlegt er að í samkomulagi (máldaga) Tanna,
Hallfríðar og Gissurar hafi verið kveðið nánar á um notk-
un báts þess sem skyldi fylgja sælubúi á Bakka.
7.2. Ferjcin. Ekki mun lengur dregið í efa að hér sé átt
við Ferjubakka við Hvítá (sbr. hins vegar DII, 167—168).
Hvítárbakki (Bakki, Bakkakot, sbr. IF VII, 148) kemur
varla til greina. Jarðarinnar Ferjubakka er getið með því
nafni á 13. öld (Stu I, 273). Árið 1649 mun fyrst getið
skylduferju á Ferjubakka (Þjskjs Ks IX.l.C.l.a, 628). I
Gíslamáldaga frá um 1575 segir m.a.: „Hálfkirkjan á
Ferjubakka á allt heimaland ... Item með jörðunni
þriggja marka skip ...“. Jörðin er nefnd Kristfjárjörð og
var skipið sjálfsagt ætlað til ferjuhalds (DI XV, 619, 708).
Skv. Búalögum var áttæringur metinn á þrjár merkur til tí-
undar (III, 191—192). Hér er því líklega um að ræða all-
mikið ferjuskip.
Tanni og Hallfríður gáfu hálft heimaland en Ferju-
bakkakirkja átti allt um 1575. Kirkja var vafalítið á
Ferjubakka um 1480 (DI VI, 280; IX, 164). Ekki mun
kunnugt hvenær kirkjan var reist eða hvenær ferjukvöðin
var lögð á hana og hvort gestaskylda var lögð niður.