Saga - 1979, Side 156
146
HELGI ÞORLÁKSSON
vald hans um skipan og framkvæmd.8) 1 tíundarlögum
Gissurar frá 1096 eða 1097 segir að ekki þurfi að telja
guðsþakkafé til tíundar hvort sem sé „til kirkna lagið eða
til brúa eða til sæluskipa" (DI I, 77 o. v.). Tanni hefur
vafalítið verið stóreignamaður og þau Hallfríður en áhugi
þeirra hefur sjálfsagt fremur beinst að sálubótum en sam-
göngubótum. Það eru biskuparnir sem leggja á ráðin um
samgöngubæturnar og hafa áhrif á hvað gefið er, hvernig
og til hvers. Guðbrandur Jónsson taldi að sælubúin hafi
verið stofnuð til að auðvelda þurfamönnum för um héruð
(1952, 613). 1 samningi Gissurar og gefenda kemur þó
fram að á Bakka skuli ala alla þá sem forsjármaður vilji
hýsa og hið sama gilti að Hrauni. Sama gilti og um ýmis
önnur sælubú á 12. öld en þurfamenn og þeir sem fóru
nauðsynjaerinda gengu fyrir (DI I, 199, 201; III, 234, 245;
IV, 236). Lítil líkindi eru til að ferjuskip á Hvítá hafi verið
ætlað löglegum förumönnum fyrst og fremst. Um það hefur
væntanlega gegnt sama máli og ferjuskip á ölfusá sem
flytja skyldi alla óleigis en greitt skyldi fyrir skepnur og
farm (DI I, 319—320).
'7.4. HvaS ætlaðist Gissur biskup fyrir? Gissur biskup
hefur haft áhrif á að land Ferjubakka, þar sem verslunar
staðurinn var snemma á 13. öld, var gefið til sælubús ásamt
báti og falið forsjá biskups eða umboðsmanns hans. Hafi
verslun ekki verið stunduð áður í landi Ferjubakka hlaut
8) Landnáma segir frá því að menn námu í landnámum annarra
manna „að ráði“ þeirra. Orðasambandið kemur fyrir í þýðingum á
„senatus auctoritate" s.s. „að ráði öldunganna" (Sveinbjörn Rafns-
son 1974, 167, sbr. 180—181) og „ dyocesani iudicio" s.s. „með
biskups ráði“ (NgL 1, 454, 456). Svipað orðalag er líklega algengt,
sbr. „við ráð biskups", „með ráði ... biskups" og „eftir biskupsins
ráði“ (DI I, 381, 592; II, 745) og virðist merkja að biskup ráði
hvernig haga skuli skipan og framkvæmd mála. Má bera saman við
„frænda ráð“ vegna giftingar kvenna og eiða (Grg I a, 29 ff; II, 155
ff; III, 420 ff; Jb 70 ff; DI II, 206, 209, 348, 419. Fritzner u.ráð
(7)).