Saga - 1979, Page 177
SKJALABÓK HELGAFELLSKLAUSTURS
167
hlíð, Arnarstapa og Kambana báða og tvö hundruð að auki
af Helgafellseignum m. a. „vegna Halldors abota godrar
JHinningar".1)
I Registrum Helgafellense hafa verið uppskrifaðir a. m.
k. 137 gerningar. Þó verður að gera ráð fyrir því að þetta
sé aðeins brot af skjalasafni klaustursins. í registrinu eru
aðeins bréf sem varða eignarheimildir á jörðum og ítökum,
ekkert er t. d. af leigureikningum eða verslunarreikningum
klaustursins, það er allt týnt.
Hér á eftir mun gerð grein fyrir efni og niðurskipan efn-
Js í hinni fornu skjalabók Helgafellskausturs. Verður fyrst
gerð grein fyrir handritum þeim sem eru heimildir um
bókina.
Handritið AM 26 U Uto
AM 26U Uto er nú 12 blöð og blaðstærð um I5V2XI8 sm.
Kveraskipting virðist ekki merkileg að öðru leyti en því
að hún kemur heim við upplýsingar Árna Magnússonar um
1) Dl VIII, bls. 481—2. Ábótaskipti á Helgafelli hafa orðið endan-
hfí þegar Halldór Ormsson ábóti dó líklega 1513 eða 1514. Sonur
Halldórs ábóta var Eiríkur sem vó Pál Jónsson á Skarði árið 1486
en Eiríkur var tengdur Skarðverjum. Fyrir vígið var Eiríkur dæmd-
Ur óbótamaður og má vera að klaustrið hafi að einhverju leyti goldið
tess. Úr hinum flóknu erfðaþrætum um auðinn eftir Þorleif Bjöms-
son og Ingveldi Helgadóttur hefur ekki enn verið greitt til fulln-
vstu og eru mörg var.damál óleyst. Þessi greinargerð um Helgafells-
legistrið er vonandi spor í áttina til frekari skilnings á þessum mál-
Urn' sjá annars Einar Arnórsson, Víg Páls á Skarði. Saga. Tímarit
Sögufélags I, bls. 127—76, Einar Bjamason, Islenzkir ættstuðlar I,
ýeykjavík 1969, bls. 143—6, Reykjahólabók. Islandske helgenlegender
’ udg. af A. Loth. (Editiones Arnamagnæanæ A, 15). Kobenhavn
®®9, bls. XXIX—XXXV, Arnór Sigurjónsson, Vestfirðingasaga.
'•eykjavík 1975, bls. 273—80 og víðar. Sú litla rannsókn, sem
er þirtist er í anda stærri og viðameiri rannsókna í sagnfræði
V'iðalda sem nú tíðkast á Norðurlöndum, sjá einkum H. Schiick,
. 'þets brev och register. Arkivbildande, kanslivásen och tradition
ln°m den medeltida svenska statsmakten. (Skrifter utgivna av
Venska Riksarkivet 4). Stockholm 1976.