Saga - 1979, Page 199
KONUNGSÚRSKURÐUR
189
Enda þótt nefndin kæmist að þessari niðurstöðu, tekur
hún þau atriði ekki sérstaklega til meðferðar í áliti sínu,
sem Jón Aðils bendir á: a. að Skúla hafi verið leyft að
ferma duggurnar með nauðsynjavöru til stofnananna (Inn-
i’éttinganna), b. að gefið sé í skyn í konungsúrskurðinum,
aÚ hl-uthafar mættu framvegis láta þær ganga landa á
^illi í þágu stofnananna, c. að afurðir stofnananna skuli
undanskildar hinni almennu verðlagsskrá (kaupsetning-
unni).
Samkvæmt 1. lið í erindisbréfi nefndarinnar bar henni að
iaka afstöðu til þess, hvort reglugerðin fyrir Nýju innrétt-
mgamar færi í bága við réttindi Hörmangarafélagsins, en
ekki er hér minnst á það, að nefndin skuli einnig taka það
til meðferðar, hvort konungsúrskurðurinn um stofnun Inn-
i'ettinganna hafi skert rétt félagsins.1) Eins og við mátti
búast, er svar nefndarinnar við 1. lið erindisbréfsins þá
S'reinargerð um skoðun hennar á því, hvort reglugerðin
fyrir Innréttingarnar fari í bága við rétt félagsins, en hún
fekur þó einnig afstöðu til þess, hvort konungsúrskurður-
lnn sé ósamrýmanlegur réttindum félagsins, eins og sést
af tilfærðum kafla úr nefndarálitinu.2)
Augljóst er, að deilur þær, sem urðu með Hörmangara-
felaginu og Islendingum 1752—57, og þá fyrst og fremst
úeilur félagsins við Innréttingarnar á þessum árum, birt-
ast í hagstæðara ljósi fyrir félagið en ella, ef verið er að
svipta félagið samningsbundnum réttindum með áður-
nefndum konungsúrskurði. Ef stofnun Nýju innrétting-
aana jafngilti skerðingu á þeim rétti, sem Hörmangara-
félaginu bar samkvæmt verzlunareinkaleyfinu, var ekki
eöli]eg-t, að stjórn Hörmangarafélagsins tæki hinu nýja
fyrirtæki tveim höndum. Það var ofur skiljanlegt, að Hör-
ftiangarafélagið reyndi að verja lagalegan rétt sinn. Bar-
^ L°vs., III, 233.
' Sbr- nmgr. nr. 2, bls. 188.