Saga - 1979, Page 200
190
JÓN KRISTVIN MARGEIRSSON
átta Hörmangarafélagsins gegn Innréttingunum væri, ef
skoðun Jóns Aðils stenzt, barátta þess aðilja, sem reynir að
endurheimta þann rétt sinn, sem ranglega hefur verið af
honum tekinn. 1 þessu sambandi verður einnig að minn-
ast þess, að félagið greiddi háa leigu fyrir þau réttindi,
sem það naut samkvæmt verzlunarleyfinu. Ef skoðun Jóns
er röng, tekur barátta félagsins gegn Innréttingunum
hins vegar á sig nokkuð annan blæ.
Hér verður gerð tilraun til að kryfja þetta mál til
mergjar og fá úr því skorið, hvort sú skoðun Jóns er rétt,
að ákvæði konungsbréfsins (konungsúrskurðarins) um
stofnun Nýju innréttinganna hafi „skert talsvert rétt
verzlunarfélagsins," eins og hann orðar það.
Það er rétt hjá Jóni Aðils, að Skúla var leyft að íerma
duggurnar með varningi, sem keyptur var fyrir framlag
konungs til Innréttinganna í upphafi.1) En þar með er þo
# r
ekki sagt, að vegið væri að hagsmunum félagsins, ne
heldur, að brotin væru lög á því. Undanþága sú, sem Inn-
réttingunum er veitt hér, er sambærileg við undanþágur
frá lögum, og réttur konungs til að veita slíkar undan-
þágur er ótvíræður. I fyrsta verzlunareinkaleyfinu —
oktrojanum — sem konungur gefur út um einkarétt
danskra kaupmanna á allri Islands verzluninni, ds. 20.
apríl 1602, áskilur konungur sér rétt til að gera breyting-
ar á þessu leyfi, ef hann telji þess þörf: „Dog dersom
midlertid gjordis fomoden, denne vor naadigste Foi’-
ording med flere Artikle at forbedre, eller ogsaa disse2)
som forskrevit staaer, at forandre, da ville vi sligt have
os forbeholdit.“3)
Næsta verzlunareinkaleyfi var gefið út 16. des. 1619 og
1) Sbr. kúrsk. 4.1. 1752, Lovs., III, 105.
2) Hér er átt við undanfarandi ákvæði í „oktrojanum," tilvitnunm
er úr síðustu grein hans.
3) Lovs. I, 142.