Saga - 1979, Page 202
192
JÓN KRISTVIN MARGEIRSSON
því leyti, sem hægt er að líta á hann sem lagaígildi, hefur
lieyrt undir konung. Eftir að einveldi komst á í Dan-
mörku, var túlkun laganna skoðuð sem „regale", þ.e.a.s.
konungur hafði einkarétt á túlkun þeirra.1 )
Eðlilegt er því að líta svo á, að þessi undanþága hafi
verið í samræmi við réttindi konungs, en á hinn bóginn var
„oktrojinn" einnig samningur milli konungs og Hör-
mangarafélagsins og þegar konungur neytir réttinda
sinna og veitir umrædda undanþágu, gæti hugsast, að fe-
lagið teldi, að samningurinn væri ekki haldinn af hálfu
konungs og sanngjarnt væri, að fyrir það kæmu skaða-
bætur. Hvemig leit stjórn Hörmangarafélagsins á þessa
undanþágu? Áleit hún að félagið skaðaðist?
Ekkert bendir til þess, að stjórn Hörmangarafélagsins
hafi litið svo á, að undanþágan væri félaginu til tjóns.
Félagsstjórnin var algerlega ófeimin við að láta það heyr-
ast, að hún áleit, að hagsmunir félagsins væru fyrir borð
bornir hjá konungi og Rentukammeri (Islandsverzlunin
heyrði undir Rentukammerið), og eru vitnisburðir um
þetta óteljandi í Kammerbréfabók félagsins.2) Ekki minn-
ist félagsstjórnin hins vegar nokkru sinni á það í bréfum
sínum til Kammersins mánuðina eftir að nefnd undanþágn
var veitt, að hún sé skaðleg fyrir félagið, og var þess Þa
ekki heldur að vænta að hún setti fram ósk um það, að fe-
lagið fengi að gera innkaup á vörum, sem Innrétting-
arnar þörfnuðust fyrir áðurnefnt konungsframlag eða Þa>
að félaginu yrði bætt það tjón, sem það yrði fyrir vegna
undanþágunnar, enda gerðist hvorugt.
!) Sbr. t.d. Kofod Ancher: En kort Anviisning især for en dans^
Jurist angaaende Lovkyndighed og Staatskonsten. Khöfn, 1755.
Bls. 50. Sbr. einnig III. grein í Kongeloven.
2) 1 þessa bók færði félagsstjórnin inn bréf sín til Rentukammers
ins. Ríkisskjalasaifn Dana.