Saga - 1979, Page 203
KONUNGSÚRSKURÐUR
193
Þess ber líka að gæta, að fólagið hefði ekki átt þess kost
að ráða verði á þeim vörum, sem hér er um að ræða; þær
stóðu ekki í kaupsetningunni. Hér er um að ræða tæki og
hráefni — „Materialier og Redskaber" — og ákvæði kon-
Ungsúrskurðarins um stofnun Innréttinganna varðandi
verðlagningu á erlendri vöru handa hinu nýja fyrirtæki
Sera ráð fj rrir því, að konungur ákveði verð á slíkum
Varningi.i)
Á hinn bóginn hafði félagið vissar óskir varðandi túlkun
a undanþáguákvæðinu. I bréfi til Rentukammersins í marz
1752 krefst félagsstjómin þess, að einkaréttur félagsins til
Uinflutnings á kaupsetningarvöru verði virtur, enda sé hún
ekki meðal þeirrar vöru, sem margnefnd undanþága nái
yfir;-) en af hálfu Rentukammersins var ekki heldur um að
íæða neina fyrirstöðu.3) Kammerið virðist hafa sætt sig
^ið slíka túlkun vorið 1752. Allt bendir því til þess, að
stjórn Hörmangarafélagsins hafi ekki talið það skaða fé-
agið, þótt það yrði af umræddum viðskiptum. Má því telja
Pað fullvíst, að hvorki voru hér brotin lög á félaginu né
e uur varð félagið fyrir tjóni vegna nefndrar undanþágu.
Jón Aðils segir ennfremur, að gefið hafi verið í skyn í
v°nungsúrskurðinum, að duggur Innréttinganna mættu
^nga landa á milli í þágu stofnananna (Innréttinganna).
ótt þetta hefði verið gefið í skyn, er ekki þar með sagt, að
lettur Hörmangarafélagsins hafi verið skertur, fyrst hér
61 ekki um afdráttarlausa heimild að ræða; en á hinn bóg-
er þó ekki að sjá, að neitt sé hæft í þessu. Þótt leitað sé
iverjum krók og kima í konungsúrskurðinum, er hvergi
?) III, 104-106.
r' tréf félagsins til Rentukammersins, ds. 16. marz 1762.
3) ^1*Tlerl,r®laI)ók Hörmfél., Ríkisskjalasafn Dana.
jYgg Rentukammersins til Hörmangarafélagsins, ds. 25. marz
Bréfabók Rentukammersins, Ríkisskjalasafn Dana.
13