Saga - 1979, Page 207
KONUNGSÚRSKURÐUR
197
þ.e. sanngjarnt og viðunandi. Augljóst er, að hér er um
°fi'ávikjanlegt skilyrði að ræða; ef báðum aðiljum þykir
ekki verðið sanngjarnt og viðunandi, verður það ekki
lögboðið. Þetta þýðir með öðrum orðum, að báðir aðiljar,
Hörmangarafélagið og Nýju innréttingarnar, hafa neit-
unarvald og geta komið í veg fyrir, að sett verði fast verð
a viðkomandi vörur, svo lengi sem umræddur konungs-
urskurður stendur óbreyttur.
Eins og sjá má, er þess hvorki getið í tilfærðum kafla
konungsúrskurðarins né heldur öðrum ákvæðum hans, að
H'amleiðsla Innréttinganna eigi að vera undanþegin kaup-
setningunni (almennu verðlagsskránni), og það kom að
sjalfsögðu ekki til álita, hvað nýjar vörutegundir snerti,
sem voru ekki skráðar í henni. Hins vegar á að setja nýtt
Verð á þær vörur úr framleiðslu Innréttinganna, sem
standa skráðar í kaupsetningunni en munu verða gæða-
uieiri en sams konar vörur, sem Hörmangarafélagið hefur
kingað til keypt af Islendingum, en þó því aðeins, að félag-
Jð sætti sig við það, þyki nýja verðið „taalelig og billig".
^*að á með öðrum orðum að reyna að semja við félagið um
nytt verð á þeim vörutegundum, sem eru skráðar í kaup-
setningunni og Innréttingarnar hyggjast framleiða í betri
Sæðaflokki en félagið hefur hingað til móttekið á verzl-
onarhöfnum á íslandi. Hér er því ekki um neina undan-
Pagu að ræða fyrir þær vörur, sem verða framleiddar hjá
nnréttingunum í þeim gæðaflokki, sem félaginu hefur
lam að þessu borizt frá Islandi. Hvað betri vöru snertir,
er hér um að ræða yfirlýsingu konungs um, að reynt
Verði að komast að samkomulagi við félagið um sérstakt
Vei’ð á þeim en ekki lögboð um undanþágu. Skoðun Jóns
Aðils verður því að teljast röng; konungsúrskurðurinn 4.
Jaa- 1752 skerti ekki samningsbundin réttindi Hörmang-
ai’afélagsins.
Þar með er þó ekki allt upptalið um þennan konungsúr-
KUrð, sem ástæða væri til að minnast hér. Hönnangara-
elaginu er samkvæmt honum veittur mikilvægur réttur.