Saga - 1979, Page 210
200
LOFTUR GUTTORMSSON
rakna sundur, og staðreyndir sögunnar stóðu eftir naktar,
sem einskærar tilviljanir, og þá um leið óhæfar til þess að
grundvalla siðalærdóm.1)
Það var ekki laust við að Butterfield iðraðist brátt af-
hjúpunariðju sinnar því þrettán árum eftir að hann gaf
út The Whig Interpretation of History skrifaði hann:
„Þeir sem eru áfram um, kannski í ákafa æskuáranna, að
vísa á bug þessari whiggatúlkun . . . hreinsa um leið
herbergi sem getur ekki haldist autt til langframa í mann-
legum skilningi (humanly speaking). Þeir ljúka upp gátt-
um fyrir öðrum púkum sem verða eflaust erfiðari viður-
eignar en hinn fyrrnefndi einmitt vegna þess að þeir eru
nýkomnir á kreik“. „Whiggatúlkunin", hélt hann áfram,
„var eitt af trompum okkar ... hún hafði undursamleg
áhrif á bresk stjórnmál".2)
Púkarnir sem Butterfield þóttist sjá fyrir að tækju að
sækja að Klíó, leystri úr böndum frjálshyggjunnar, voru
félagsvísindin, einkum marxisminn. Ummæli Butterfields
eru til marks um hve hin frjálslynda hugmyndafræði vai’
miklu lífseigari í breskri sagnfræði en meðal sagnfræð-
inga á meginlandi Evrópu, einkum í Frakklandi. Þar var
hin andlega bylting í mannvísindum sem tengd er nafni
Marx, Durkheims, Webers og Freuds, svo nokkrir séu
nefndir, orðin rótföst í túni sagnfræðinnar á sama tíma og
hún birtist í vofulíki handan Ermarsunds.
Franski sagnfræðingurinn Braudel, þekktasti núlifandi
talsmaður Annales-skólans, hefur lýst skilmerkilega þeim
þáttaskilum sem þessi andlega bylting markaði í sagnritun:
!) Eftir skilningi breskra frjálshyggjumanna á skeiði lieimsvalda-
stefnunnar var sagan ekki síst „stjórnmálaskóli" ( J. R. Seeley). Eitt
helsta markmið sagnfræðiiðkana var að dómi Oxford-prófessorsins
W. Stubbs „þjálfun dómgreindar sem menn þyrftu að beita í sið-
ferðilegu, fc'lagslegu og pólitísku lífsstarfi sínu“.
2); Tilvitnun hjá G. St. Jones, Op. cit., 111.