Saga - 1979, Page 216
206
LOFTUR GUTTORMSSON
um tilvikum ósýnileg hönd er leiðir hann að marki sem
hann ætlaði sér alls ekki að keppa að. Þjóðfélagið þarf held-
ur ekki að skaðast þótt hann hafi ekki haft þetta markmið í
huga. Með því að efla eigin hag styrkir hann iðulega hag
þjóðfélagsins á árangursríkari hátt en þegar hann ætlar
sér gagngert að gera það."1)
Að framansögðu má álykta með Marx2) að hin klass-
íska hagfræði megi teljast vísindi í þeim skilningi að hún
hafi leitt í ljós félagslegt ákvörðunarmynstur, þ.e. hvernig
menn láta stjórnast meira eða minna af hinni „ósýnilegu
hönd.“ Blaug staðfestir þennan skilning í yfirliti sínu yfir
sögu hagfræðikenninga: „Vandamálið sem hagfræðin
spratt af, „leyndardómurinn" sem heillaði Adam Smith
ekld síður en nútímahagfræðinga, lýtur að markaðsvið-
skiptum: það er eins konar regla í heimi efnahagslífsins,
og þessi regla er ekki sett af yfirvöldum, heldur sprettur
hún með nokkrum hætti af viðskiptum milli einstaklinga
þar sem hver leitast við að hagnast sem mest hann má.
Saga hagfræðilegrar hugsunar er því ekkert annað en sag-
an af viðleitni manna til að skilja gangverk hagkerfis sem
byggist á markaðsviðskiptum."3)
Skv. framansögðu svaraði hagfræðin að sínu leyti þeiri’i
spurningu hvað réði einkum atferli manna í samfélagi-
Mannsmynd hennar dró dám af hinu vaxandi markaðs-
þjóðfélagi kapítalismans þar sem einstaklingamir birtust
sem félagslega óháðar eindir, knúðar áfram af eiginhags-
J) A. Smith, Op. cit., 4. bók. í fyrsta vísindaritinu sem samið var um
hagfrœði á íslensku var þessi hugsun orðuð svo: „Samkepnin l®tr
sjálfselskuna ráða gjörðum sínum fyrst í stað, því samkepnin er
frjálslynd, hún er frelsið sjálft, en hún tekr þó í taumana, í ein'
tóma frelsistauma og neyðir sjálfselskuna nauðuga viljuga til
líta á almennings hag og vinna fyrir almennings gagn.“ (Arnljótur
Ólafsson, Auðfræði (Khöfn: Hið íslenska bókmenntafélag, 1880), 81).
2) K. Marx, Theories of Surplus Value I—III (London: Lawrence
and Wishart, 1969—72), 44.
3) M. Blaug, Economic Theory in Retrospect (London: Heinemann>
1968), 6.