Saga - 1979, Blaðsíða 218
208
LOFTUR GUTTORMSSON
og' rofin og menn stóðu eftir áttavilltir í umróti samtímans.
Þessi andlega ringulreið kemur skýivt fram hjá franska
skáldinu LamarUne þar sem hann lýsir andrúmslofti síð-
ustu mánaða Júlíkonungdæmisins (fyrir 1848): „Þetta eru
tímar ringulreiðar; skoðanir eru á reiki; flokkar einn
hrærigrautur; mál hinna nýju hugmynda hefur ekki verið
fastmótað. Það er ógerningur að koma skýrum orðum að því
hvar maður standi í trúmálum, heimspeki, stjórnmálum.
Maður finnur til, maður veit, maður lifir, og ef þörf krefur
deyr maður fyrir málstað sinn, en maður getur ekki komið
orðum að honum. Vandi þessara tíma er hvernig eigi að
flokka menn og hluti. Heimurinn hefur ruglað spjaldskrá
sinni."3)
Sú kynslóð manna sem lagði grunn að félagsfræði var að
öilum líkindum hin fyrsta í sögunni sem upplifði á æviskeiði
sínu þjóðfélagsbreytingar sem jöðruðu við algjör umskipti,
„breytingar sem var ekki hægt að bera kennsl á, útskýra og
aðhæfast sem takmörkuðu sögulegu tilbrigði við hið al-
menna skipulag foi'tíðarinnar.“* 2)
En úr því að fortíðin, með hefðum sínum og reynslu-
forða, veitti ekki lengur viðhlítandi skýringu á nútíðinni
og gerði mönnum ekki kleift að búa sér til hugmynd af
framtíðinni, hvað var þá til bjargar leitandi mönnum?
Hagfræðin — ný vísindi um hið „borgaralega félag“3)
— virtist ekki nothæfur áttaviti í þessu efni. 1 skuggsjá
hennar birtist þjóðfélagið sem e. k. sj álfgengisvél þar
sem partarnir, einstaklingamir, gengu sjálfkrafa fyrir
3) Tilvitnun hjá P.Abrams, The Sense of the Past and the Origins
of Sociology, Past and Present, 55 (maí 1972), 22.
-) Tilvitnun hjá C. Geertz, Ideology as Cultural System, í D. Apter,
útg., Ideology and Discontent (NewYork, 1964), 43.
3) Þetta hugtak er nokkurn veginn jafngamalt félagsfræði sem
fræðigrein. Að því er best verður séð varð Hegel fyrstur hugsuða til
að skiigreina „die biirgerliche Gesellschaft" ljóslega (í Die Philo-
sophie des Rechtes (1821) sem hina „sérstæðu skipan er keniur
fram milli fjölskyldunnar og ríkisins“. Hann bætti við að hið borg-
aralega félag hefði fyrst orðið til með nútímanum.