Saga - 1979, Blaðsíða 219
SAGNFRÆÐI OG FÉLAGSFRÆÐI
209
°Persónulegum markaðsöflum. Þar við bættist að hag-
fræðilíkanið var í hæsta máta sértækt, hafið yfir stað og
stund, og skýrði ekki hvernig vélin hafði farið í gang. Þótt
Suðfaðir félagsfræðinnar, Comte, kynni vel að meta verk
Adams Smiths og viðurkenndi að hagfræðin hefði lagt
af mörkum ýmsar nytsamlegar skýringar, var hann mjög
ajidsnúinn hinum „svokölluðu" hagfræðivísindum, taldi
sjónarhorn þeirra til félagsskipanarinnar alltof þröngt og
'æðskap þeirra um laissez-faire bera vott um hlutdrægni.1)
Svipuð var afstaða Durkheims til framlags hagfræðinnar:
iðkendur hennar hefðu unnið brautryðjendastarf í félags-
visindum með því að leiða í Ijós löggengi félagslegra fyrir-
bæra; hins vegar væri sá meinlegi galli á fræðum þeirra
að efnahagsleg fyrirbæri væru einangruð, tekin út úr fé-
'ugslegu samhengi og gengið væri út frá því sem gefnu að
menn ræktu aðeins eiginhagsmuni sína. Engin félagsskip-
an &æti staðist stundinni lengur á grundvelli einskærs sér-
ítæðingsháttar.2)
Önnur og eldri fræðahefð sem hinir fyrstu félagsfræð-
lngar tóku eðlilega mið af var stjórnspekin. Eftir farvegi
'ænnar hafði löngum gengið umhugsun manna á Vestur-
'oiidum um eðli stjórnmála og ríkis og hin ýmsu stjómar-
íoi'm. Nægir hér að minna á hugsuði á nýöld eins og Mac-
Pavelli, Hobbes, Locke og Montesquieu. Af stöðugu tvítali
frumherja félagsfræðinnar við þá má marka að þeir voru
Undir sterkari áhrifum frá stjórnspekingum en hagfræð-
ln£um.2)
' A. Comto, Cours de philosophie positive I—IV (Paris, 1908),
138—146.
./ Durklieim, Cours de science sociale, í La science sociale et
action (J.-C. Filloux, útg., Paris: PUF, 1970), 80.
Það er táknrœnt að Comte notaði um grein sína jöfnum höndum
“'ðin félagsvísindi, félagsfræði, stjómvísindi, sbr. heitið á einu
sta riti hans, Systéme de politique positive. Samlandi hans og
ýý'itímamaður, Tocqueville, ályktaði að „nýrra stjórnvísinda væri
ri handa nýjum heimi“. (A. de Tocqueville, De la démocratie en
e'>'ique (Paris: Union générale d’éditions, 1963), 26).
14