Saga - 1979, Page 220
210
LOFTUR GUTTORMSSON
Hinir fyrstu félag'sfræðingar, Saint-Simon, Comte,
Tocqueville og Spencer gagnrýndu hver með sínum hætti
stjórnspekinga fyrir viljahyggju (volontarisme) sem veitti
aðeins yfirborðslegan skilning á stjórnmálafyrh’bærum.
Dýpri skilningur fengist ekki nema þau væru skoðuð í fé-
lagslegu samhengi; þá mætti sjá hvernig t.d. stjórnfonnin
lytu lögmálum almennrar félagsþróunar og hve fánýtt væri
að ætla sér að breyta félagslegum aðstæðum með pólitísk-
um aðgerðum. „Allt fram á vora daga hafa menn trúað því
að þeir hefðu ótakmarkað vald til að fullkomna félagsskip-
unina með pólitískum tiltækjum. Með öðrum orðum, hingað
til hefur mannkynið verið skoðað frá pólitísku sjónarhorni,
eins og það þróaðist ekki fyrir tilverknað ígróinna afla og
væri jafnan reiðubúið til þess að taka þegjandi og hijóða-
laust við ákvörðunum sem löggjafanum þóknaðist að taka
í krafti viðurkenndra yfirráða."1) Skv. þessu taldi Comte
það alvarlega vankanta á riti Montesquieus, Um anda lag-
anna, að þar væri lagt alltof mikið upp úr sjálfu stjórnar-
forminu sem væri í raun og veru minni háttar atriði. Að
hætti læriföður síns, Saint-Simon, taldi Comte stjómmál
vera afleidd fyrirbæri, þau ættu sér rætur í þj óðfélagsað-
stæðunum og þróuðust með þeim. Stjórnmál bæri því að
skoða sem þátt í almennri þróun þjóðfélagsins, en ekki sem
óháð, ráðandi afl.2)
!) A. Comte, Systeme de politique positive I—IV (Paris 1851—54).
84.
2) Dæmi P.-G. Guizot, fremsta sagnfræðings Frakka og samtíma-
manns Comte, minnir á að félagsfræðingar voru ekki einir um þenn-
an skilning. Guizot komst svo að orði: „Stjórnskipanin er óhja-
kvæmileg tjáning og endurspeglun félagsskipanarinnar" (tilvitnun
hjá G. Therborn, Op. cit., 173). Guizot var og fremstur meðal þeirra
borgaralegu sagnritara sem Marx hyllti fyrir að hafa lýst löngu a
undan sér „sögulegri þróun stéttabaráttu". (K. Marx, Úr bréfi fra
Marx til Weydemeyers, í Úrvalsrit 1. b. (Rv.: Heimskringla, 1968)>
264—265).