Saga - 1979, Page 234
224
LOFTUR GUTTORMSSON
færu þveröfugt að hlutunum, þ.e. rektu þróun þjóðfélags-
ins, einatt í getgátustíl, án þess að hafa áður komist að raun
um hvað þjóðfélag og menning væru. Fyrst yrðu menn að
skilja „eðli“ menningarlegra og félagslegi’a fyrirbæra ■—•
form þeirra og fúnksjón — og að því búnu mætti reyna að
gera sér grein fyrir breytingum þeirra í tímans rás. Höfuð-
verkefni þjóðfræðinga og félagsmannfræðinga væri því
rannsókn á félagskerfum eins og þau birtust þeim á vett-
vangi „hér og nú.“x)
Slíkum rannsóknum hæfði það sem síðar var kallað hinn
„strúktúral-fúnksjónalíski“ skoðunarháttur, en um hann
fór Radcliff-Brown svofelldum orðum: „Vér getum ekki
virt fyrir oss „menningu" þar sem orðið merkir ekki neinn
hlutstæðan veruleik ... En bein athugun sýnir oss að .. •
mannverur eru tengdar saman í fléttu félagslegra tengsla.
Ég nota orðið „samfélagsgerð“ til þess að tákna þessa
tengslafléttu sem birtist í raunveruleikanum.“* 2) Og enn-
fremur: „Samhengi félagsgerðarinnar rofnar ekki þótt
breytingar verði í einingunum. Einstaklingar kunna að
2) B. Malinowski, Culture, Encyclopedia of the Social Sciences
(New York 1935), 4: 624.
2) A. R. Radcliff-Brown, Structure and Function in Primitive
Society (London: Cohen and West, 1971), 190. — Um skilning á
menningarhugtakinu greinir þá Radcliff-Brown og Malinowsky ber-
lega á. Menning er, að dómi hins síðamefnda, „viðamikill búnaður,
að hluta efnislegur, að hluta mannlegur, og að enn öðrum hluta
andlegur, sem gerir manninum kleift að takast á við þau hlutstseðu
og ákveðnu viðfangsefni sem liann stendur frammi fyrir“. Vi5-
fangsefnin eru fyrst og fremst bundin þörfum hans, líkamlegum og
andlegum. Þeim er svarað með því að „skapa nýtt umhverfi, afleitt
eða tilbúið. Þetta umhverfi, sem er ekkert annað en menningin sjálfi
þarf sí og æ að endurskapa, viðhalda og stjórna“ (B. Malinowski,
Pour une théorie scientifique de la culture (Paris, 1968), 34—35).
Malinowski á hér greinilega samleið með Marx í mannfræðilegum
skilningi.