Saga - 1979, Page 235
SAGNFRÆÐI OG FÉLAGSFRÆÐI
225
hverfa úr þjóðfélaginu, við dauðsfall eða á annan hátt;
aðrir kunna að koma í staðinn. En samhengi félagsgerð-
arinnar er við haldið af ferli félagslífsins sem felst í starf-
semi og samskiptum einstaklinga og skipulagðra hópa sem
þeir eiga hlut að. Líf staðfélagsins er hér skilgreint sem
starfsháttur (functioning) félagsgerðarinnar. Fúnksjón
hverrar endurtekinnar starfsemi, svo sem refsingar fyr-
ii' glæp eða útfararathafnar, er sá þáttur sem hún á í fé-
lagslífinu sem heild og sá skerfur sem hún leggur til þess
að viðhalda formgerðinni í samfellu.1)
1 ljósi þessara skilgreininga verður skiljanlegt hví Rad-
cliff-Brown og lærisveinar hans kusu heldur að láta kenna
sig við formgerðarstefnu (structuralism) en fúnksjónal-
isma. 1 meðförum þeirra — og í framhaldi af Durkheim2)
— varð formgerð samfélagsins lykilhugtak til skýringar á
félagslegum staðreyndum, félagsfestum normum og gildum
sem birtust í hegðun manna og samskiptum á hvaða sviði
sem var, í ættar- og fjölskyldukerfinu, laga- og stjóm-
kerfinu o.s.frv. I öllum tilvikum birtust einstaklingarnir
sem persónur, þ.e. flétta félagstengsla sem vísaði til stöðu
þeirra í formgerðinni. ,,Vér getum ekki rannsakað persón-
A. R. Radcliff-Brown, On the Concept of Function in Social Sci-
ei}ce, Op. cit., 180. — Síðar í sömu grein (bls. 185) segir: „ ... ef
fúnksjónalismi hefur yfirleitt einhverja merkingu táknar hann þá
yðleitni að skoða félagslíf þjóðar sem heild, sem starfræna einingu“.
') Þekkingarfræðileg skil eru þó augljós frá Durlcheim til Radcliff-
'h’own. Þar sem hinn fyrrnefndi „leyfði sér“ að rekja félagsleg
^yrirbæri sundur í frumþætti þeirra í krafti rökhyggju á la Des-
c.artes, neitaði hinn síðarnefndi að hægt væri að byggja félagsvísindi
a öðru en aðleiðslu og reynsluathugun. Þannig þrengdi Radcliff-
Brown hið raunspekilega viðhorf, sem Durkheim aðhylltist vissulega,
túlkaði það einhliða í anda breskrar reynsluhyggju. Formgerðar-
öögtak hans ber þessa merki, það er nánast því empírísk mynd hins
félagsiegg skipulags. Sjá D. Goddard Anthropology: The Limits
Éunctionalism, í R. Blackburn, útg., Op. cit., 66—75.
15