Saga - 1979, Qupperneq 249
RITFREGNIR
239
Formáli. Guðbrandur biskup Þorláksson og Islandskort hans;
1. Abraham Ortelius, 2. Gerhard Mercator, 3. Ýmsir aðrir korta-
gerðarmenn, 4. Joris Carolus og Islandsgerð hans, 5. Blóma-
skeið hollenzkrar kortagerðar: Blaeu og Janssonius, 6. Hnignun
hollenzkra korta, 7. Frakkar taka forystuna, 8. Itölsk kort —
Marco Vincenzo Coronelli, 9. Nokkur kort annarra þjóða frá 17.
öld og fram eftir hinni 18., 10. Island á norrænum kortum, 11.
Þórður biskup Þorláksson, 12. Norðurvegakort Islendinga. ís-
land á sjókortum 17. og 18. aldar; 1. Hollenzk sjókort, 2. Is-
land á sjókortum annarra þjóða. Mælingar hefjast; 1. Hans
Hoffgaard, 2. Islandskort Babens stiftamtmanns, 3. Nokkur
hafnakort frá fyrri hluta 18. aldar. Landmælingar 1721—173U;
1. Magnús Arason, 2. T.H.H. Knoff. íslenzk landabréf frá fyrra
liluta 18. aldar; 1. Jón Árnason og Hjalti Þorsteinsson, 2. Nokk-
ur sýslu og héraðakort. Knoffs-kortin; 1. Niels Horrebow og
Islandskort hans, 2. Frá Homann til Jóns Eiríkssonar, 3. Önnur
kort af Knoffs-gerð. Svæðakort frá siðara liluta 18. aldar; 1.
Sæmundur Magnússon Hólm, 2. Magnús Stephensen og Sveinn
Pálsson, 3. Landsnefndin fyrri. Nýjar framkvæmdir. Ný gerð
íslandskorta; 1. Verdun de la Crenne, 2. Sporgöngumenn. Strand-
mælingarnar fyrri 1776—1777; 1. Aðdragandi, 2. Hans Erik Min-
or, 3. J.P. Wleugel. Strandmælingamar síðari. Bjöm Gunnlaugs-
son. Mælingu Islands lokið; 1. Mælingarnar 1831—1843, 2. Út-
gáfa kortanna.
Þessi upptalning sýnir, að höfundur einskorðar sig ekki við heild-
arkortin af landinu eða landkortin ein heldur fjallar hann einnig
Uru sjókort, landshlutakort og sérkort af ýmsu tagi svo sem hafna-
kort, kort Sæmundar Magnússonar Hólm, Magnúsar Stephensens og
Sveins Pálsonar af Skaftáreldum og jöklakort Sveins Pálsonar, svo
fátt eitt sé nefnt.
Á þessu tímabili komu fram fimm nýjar gerðir íslandskorta og
^yggjast önnur kort að meira eða minna leyti á þeim.
1. Kort, sem eiga rætur að rekja til Islandskorts Guðbrands bisk-
uPs Þorlákssonar. Hér er um að ræða kort hinna tveggja, frægu hol-
lensku kortagerðarmanna, Orteliusar og Mercators, sem birtust 1590
°S 1595. Guðbrands er að vísu hvorki getið á kortunum né í gögnum
■Mercators og Orteliusar, en líkurnar fyrir því að kort Guðbrands,
sem getið er um í samtíma heimildum, standi að baki þessum nýju
g'erðum eru nær óyggjandi. Landið fær nú í fyrsta sinn þekkjanlega
lögun, þótt breiddin austur-vestur sé alltof mikil í samanburði við
lengdina norður-suður, og kemur það til af því, að suðurströndin er
nær bein og hálendið afar rýrt. Legan er of norðlæg og vestlæg, en