Saga - 1979, Blaðsíða 250
240
RITFREGNIR
mikill f jöldi örnefna, auðþekkjanlegra og nokkuð rétt staðsettra, hef-
ur bæst við, auk landslagsdrátta svo sem jökla og mun það vera 1
fyrsta sinn, að þeir eru sýndir með sérstöku tákni (Sigurður Þórar-
insson 1945). Eins og kunnugt er gcrði Guðbrandur fyrstur manna
hnattstöðumælingar á íslandi og reiknaðist til, að breidd Hóla væri
€5° 44', sem er ekki fjarri lagi, en lengdin 13° 30'. Á kortunum er
þó ekki farið eftir þessum mælingum enda munu þær hafa verið gerð-
ar eftir að kortin voru gerð.
Þessar tvær gerðir Islandskorta, sem reyndar eru mörgum nú-
tímamönnum kunnari en yngri og nákvæmari kort vegna fjölda
eftirprentana, sem víða sjást, ruddu brátt eldri gerðum af hólmi og
urðu fyrix-myndir bæði land- og sjókorta í rúma hálfa aðra öld.
Haraldur lýsir gerð þessara korta og birtir af þeim myndir og
rekur ítarlega feril þeirra í höndum ýmissa kortagerðamanna af
ýmsu þjóðerni og birtir fjöldann allan af kortum sporgöngumann-
anna, svo að glöggt má sjá, hvernig lögun landsins afbakast, lands-
lagsdrættir afmyndast, örnefni færast úr stað og verða æ óþekkj-
anlegri, en furðulítil ný þekking slæðist inn. Það er helst lega
landsins, sem færist til réttrar áttar, einkum á sjókortum Holl-
endinga.
Þó voru á þessu tímabili gerð kort, sem höfðu ýmislegt nýtt fram
að færa, en þau komust ekki á prent fyrr en á þessari öld (Halldór
Hermannsson 1926, 1931, Norlund 1944) og höfðu því ekki áhrif á
kortagerð samtímans. Þetta voru fyrstu tilraunir Dana til kortlagn-
inga hér á landi og má nefna hinn mikilvirka kortateiknara Johann-
es Mejer (um 1650), kort þeirra Peder Resens (um 1680) og Rabens
stiftamtmanns (1721) og kaupmannsins Hans Hoffgaard frá fyrri
liluta 18. aldar. Merkilegustu kortin sem fram komu á 17. öldinni
voru þó hin þrjú gullfallegu kox-t Islendingsins Þórðar biskups Þor-
lákssonar (1668 og 1670).
2. Kort af Knoffsgerðinni. Sú staðreynd, að Hollendingar og aðrar
Evrópuþjóðir en Danir láta sér nægja að endurskoða kort af Islandi
í hálfa aðra öld endurspeglar annars vegar minnkandi áhuga þeiri’a
á löndum og leiðum við norðanvert Atlantshaf og hins vegar aukinn
mátt Dana til að bægja erlendum þjóðum frá „kóngsins straumum“-
Tilraunir Dana til að kortleggja landið bera þess vitni að þeim var
orðið ljóst, að þeir þyrftu á haldgóðri þekkingu að halda til þess að
geta haft verulega gott af og stjórnað því landi, sem þeim hafði fallið
í skaut norður í höfum. Átjánda öldin er því öld rannsóknarleiðangra
og má líta á það sem lið í þeirri þekkingarleit, að hafist var handa
um að mæla landið skipulega með kortlagningu í huga. Fyrstur var
fenginn til þess verks íslenskur liðsforingi í mannvirkjaliði danska
hersins, Magnús Arason frá Haga á Barðaströnd og mældi hann og