Saga - 1979, Page 252
242
RITFREGNIR
ingum. Kortið er afar sérkennilegt fyrir þá sök, að teiknaðir eru
landslagsdrættir upp af ströndunum, en annars er landið alveg
autt. Kort Borns er merkilegt, af því að það er fyrsta íslandskortið,
sem gert er fyrir íslendinga, en það hafði ekki mikil áhrif, því að
nú var skammt að bíða betra korts og fullkomnara.
5. Kort Björns Gunnlaugssonar. Síðasti áfanginn var unninn að
undirlagi íslendinga og að verulegu leyti af þeim. Strandkortin náðu,
að vonum, aðeins til strandarinnar og nánasta upplands. Innri
byggðir og hálendið var enn ókannað og ókortlagt. Hið íslenzka bók-
menntafélag gekkst nú fyrir því, eflaust fyrir áeggjan Björns
Gunnlaugssonar, að hafist yrði handa um að ljúka mælingu og'
kortlagningu landsins alls. Björn var ráðinn til verksins og ferð-
aðist um landið í 12 sumur milli 1831 og 1843. Hans Jacob Scheel,
einn hinna norsku sjóliðsforingja, sem höfðu unnið að strand-
mælingunum hér við land, sá um útreikninga, en Olaf Nikolas 01-
sen, forstöðumaður dönsku landmælinganna, sá um teikningar kort-
anna. Kortblöðin urðu 4 en mælikvarðinn 1:480 000. Á titilfeldi er
ártalið 1844, en kortin munu þó ekki hafa birst fyrr en 1848.
Þessa sögu rekur höfundur nákvæmlega á lipru, tilgerðarlausu en
þó líflegu máli. Hann birtir skrár yfir kort, bæði prentuð og í
handritum, frumdrög að kortum og eftirmyndir þeirra, lýsir stærð
þeirra og gerð og tíundar hvar þau er að finna. Að vísu hefði mátt
koma skýrar fram, hvar handritin eru og eins finnst mér nokkur
galli, að ekki skuli tekið fram hvort kortin eru í lit eða ei, sér-
staklega þau, sem myndir eru af.
Fyrra bindi kortasögunnar var í raun saga evrópskrar kortagerðar
og landkönnunar eins og hún speglast í kortum af norðanverðu At-
lantshafi og þó sérstaklega af Islandi. í þessu bindi skipar almenn
evrópsk kortasaga enn mikið rúm í byrjun. Suður-Evi'ópuþjóðirnar,
sem áttu svo ríkan þátt í kortasögu fram á 16. öld og þess vegna
í fyrra bindinu eru að mestu horfnar af sjónarsviðinu, Hollendingai'
hafa tekið forystuna og sjá Evrópuþjóðunum fyrir kortum, bæði sjo-
og landkortum, fram eftir 17. öldinni, en þá fara Frakkar að færast
í aukana og hafa forgöngu um vísindalegri vinnubrögð við land- og
hnattstöðumælingar og skýrari og hnitmiðaðri framsetningu, og kort-
in verða gleggri og nákvæmari, en missa um leið nokkuð af þeim
barnslega og listræna yndisþokka, sem eldri kort hafa. Þessi saga
verður æ fyrirferðarminni eftir því sem á líður, því að hlutur Dana
og íslendinga fer vaxandi. Það má sjá ljóslega, hvernig kortagerð
Dana vex úr grasi. Þeir hafa ekki burði til að koma út hinum
fyrstu kortum, t.d. Mejers og Þórðar Þorlákssonar, Homanns-
kortið er stungið og prentað í Þýskalandi 1761, en í lok 18. aldar hafa
Danirnir náð tökum á tækninni eins og strandkortin frá 9. tugnum