Saga - 1979, Side 254
244
RITFREGNIR
hvítu myndirnar eru afar áferðaitfallegar en sumar hverjar ekki
að sama skapi skýrar. Virðist hafa verið lagt of mikið kapp á að fá
ljósa og hreinlega áferð á kostnað skýrleikans, og er það miður.
Það torveldar nokkuð notkun bókarinnar, að ekki skuli vera vísað
til mynda um leið og kortanna er getið í texta. 1 sumum tilfellum
er jafnvel ekki hægt að ganga úr skugga um, hvaða kort sé um að
ræða. Höfundur segir t.a.m. frá því á bls. 136, að honum hafi
tekist að hafa uppi á 32 kortum, sem eru annaðhvort gerð af
Magnúsi Arasyni eða eru eftirmyndir af kortum hans. Öllum þessum
kortum er lýst en birtar eftirmyndir af 7 þeirra. Ekki verður
gengið úr skugga um, hvert hinna 7 korta af Borgarfjarðarsýslu er
birt (mynds. 11) nema með samanburði við bók Norlunds (1944, pla.
48) eða handrit kortanna. Varðandi Snæfellsnessýslu (mynds. 13)
og Dalasýslu (mynds. 14) verður að gera ráð fyrir prentvillu Carta
í stað Charta (bls. 139) til þess að koma saman titli og titilfeldi.
Pleiri dæmi mætti tína til. Þetta væri ekki svo bagalegt ef mynd-
textarnir og myndskráin væru ekki svona sparar á upplýsingar. Þar
er aðeins getið höfundar og oftast heitis korts og ártals. Þegar um
sneiðar af stærri kortum er að ræða er sums staðar getið, að um
sneið sé að ræða, annars staðar ekki og hvergi, hversu stór sneiðin se.
Nokkrar prentvillur hef ég rekist á, einkum í enska útdrættinum,
en þær eru flestar saklausar og mun ég aðeins geta þeirra, sem
geta skipt einliverju máli. í efnisyfirliti stendur, að mælingum
Björns Gunnlaugssonar hafi lokið 1834, á að vera 1843. Á bls. 234
er talað um yfirlitskort Lovenprns og gefinn upp mælikvarðinn
1:000 000, á líklega að vera 1:1 000 000. í útdrættinum bls. 265
stendur, að tvö fyrstu kort Þórðar Þorlákssonar hafi verið gerð
1688 í stað 1668.
Þessu smásálarlega nöldri vildi ég' mega ljúka með því að óska
þess, að gefin verði út sérprentuð skrá yfir öll þau kort, sem nefnd
verða í þessu verki, þegar því er að fullu lokið. Slík skrá myndi
verða fræðimönnum mikið þarfaþing.
Kort eru flókin fyrirbæri. Við gerð þeirra þurfa að fara saman
listrænir hæfileikar til að tjá veruleikann á myndrænan hátt, vís-
indalegar aðferðir til mælinga og staðarákvarðana, þekking á lands-
liáttum og yfirsýn yfir þá, svo að velja megi þá þætti, sem máh
skipta hverju sinni. Það er ekki síður flókið að gera grein fyri1
framvindu kortagerðar. Sá sem fæst við kortasögu þarf ekki aðeins
að hafa skilning á þessum þáttum heldur verður hann einnig, eins og
aðrir sagnfræðingar, að þekkja efniviðinn sem varðveist hefur fra
fortíðinni, kunna að greina og floklca hann, setja í samhengi og beita
vísindalegri gagnrýni, skilja þær þarfir og það samfélag, sel11
hann hefur sprottið upp í.