Saga - 1979, Page 256
246
RITFREGNIR
GRIPLA. Ritstjóri Jónas Kristjánsson. III. Reykjavík,
Stofnun Árna Magnússonar, 1979. 249 bls.
Þriðja bindi Griplu er komið út og flytur 19 ritgerðir eftir 19
höfunda, ýmsir slcrifa tvær, en stundum leggja tveir eða fleiri
saman efni í eina ritgerð eða samtíningsþátt, svo að heildarfjöldi
höfunda og ritsmíða er einn og hinn sami.
Jakob Benediktsson ritar um Ráðagerðir Vísa-Gísla (12 bls.),
þegar hann var við nám í Hollandi. Hann birtir afrit af bréfi
danska sendiherrans í Haag, Martins Tanches, til Kristjáns kon-
ungs IV. um hugmyndir Gísla um nýjar framkvæmdir á íslandi,
og er bréfið dagsett í febrúar 1646. Gísli minnist á bréf þetta í
skrifi til Björns sonar síns, en það taldist glatað uns Jón Samsonar-
son fann fyrir 10 árum í Svíþjóð afritið, sem hér er birt. Hér er
um að ræða upphafið að framkvæmdaáætlunum Gísla Magnússonar.
Þótt þær yrðu hvorki honum né öðrum Islendingum mikil lyftistöng,
er bréfið kærkomið öllum sem sýsla við íslenska sagnfræði.
Halldór Halldórsson skrifar um Brúsa, hið sérkennilega ís-
lenska heiti á vökvaíláti með þröngu opi. Þetta brúsandi nafn finnst
ekki í tungunni í brúsa-merkingu fyrr en á 17. öld, og telur Hall-
dór líklegast að það sé stytting úr skeggbrúsi, en mynd af karli með
brúsandi skegg var algengt á leirílátum, sem hlutu við styttinguna
heitið brúsi (bls. 21).
Jón Samsonarson er manna fróðastur um galdraöldina 17. og
birtir í Griplu Fjandafælu Gísla Jónssonar lærða í Melrakkadal í
Víðidal í Húnaþingi og rekur fáskrúðugar heimildir um höfundinn.
Gísli var uppi um miðja öldina. Með Fjandafælu á hann að hafa
læknað höfðingsmann, Þorkel Guðmundsson, „sem píndur var af ár-
ásum djöfulsins, að því er menn töldu“ (bls. 46). Gísla á að hafa
verið greitt dável fyrir læknishjálpina og tók eftir það að stunda
djöflafælur með guðshjálp og gerðist ríkur. Marga grunaði þó, að
djöflarnir, sem lærði Gísli rak úr mönnum, væru magnaðir af hon-
um sjálfum í gróðaskyni; — þar væri hver sínum árum kunnugastur.
Læknislyfið hans Gísla er lipurlega ort undir vinsælum hætti, sem
þekktastur er af kveðskap Jóns biskups Arasonar:
Hjarta Þorkels né holdi í
hvorki skaltu eiga
né meiga
af þér gjöra hið minnsta mein,
mel eg þig sem brjóti stein,
þín fýlan feiga.
Þig skal brenna bálið rautt
að boði drottins fínu
og mínu.
Andi, fjandi ragur renn,
þig reki, hreki guð og menn
í glóandi pínu. —