Saga - 1979, Page 258
248
RITFREGNIR
verið og þeim liefur samið sín á milli et cetera“ (bls. 106). — Hér er
ekki minnst á Skaftártungumenn, sem töldust þó eiga fornan rétt
til nytja af Fiskivötnum á 18. öld, heldur er dómurinn sprottinn áf
sókn Hreppamanna utan Þjórsár, sem áttu gnægð fanga í verunum
inn undir Arnarfelli. Þegar dómurinn gekk, virðist ekki hafa verið
jafnmikið í Þjórsá og á síðari öldum, Arnarfellsjökull verið minni
og varplönd heiðagæsanna austur í Þjórsáiverum.
Stefán Karlsson veltir fyrir sér merkingu orðsins þorp, en það
hefur verið haft fyrir satt að í 50. erindi Hávamála merki það
berangur:
— Hrörnar þöll,
sú er stendur þorpi á. —
Stefán finnur hvergi berangursmerkinguna í þorpinu heldur tákn-
ar orðið oft hið gagnstæða: húsa- eða mannþyrping. Hann telur því
líklegt að vísuorðið eigi að hljóða á þennan hátt:
sú er stendr þorpi án — þ.e. án fylgi eða vinum; ritari mun
hafa gleymt að setja styttingarmerkið á á-ið, en án stýrði m.a*
þgf. að fornu.
Þá finnur Stefán Á skinnræmum úr Skálholtsbók að það Jónsbók-
arhandrit muni ekki vera ættað úr Skálholti og nokkru yngra en
ætlað héfur verið.
Gísla sapa hefur verið ýmsum mikið rannsóknarefni og skoð-
anir manna á aldri hennar og afstöðu til annarra sagna skiptar, en
sagan er í dag varðveitt í þremur gerðum, og eru tvær á sködduð-
um skinnhandritum frá 15. öld. — í Griplu eru 4 ritgerðir um sög-
una eftir 5 höfunda: Alan J. Berger, Finn Hansen, Hermann
Pálsson, en Guðni Kolbeinsson og Jónas Kristjánsson eru tveir
saman um ritgerð. Allir komast þeir að því eftir misjöfnum leiðum,
að lengsti textinn standi nær frumtexta sögunnar en hinar gerð-
irnar tvær, þótt í einstökum tilvikum hafi þær varðveitt upprunalegri
texta. Sagan mun eldri en Eyrbyggja og hefur verið frumstæð að
gerð frá upphafi vega.
Hermann Pálsson segir þau tíðindi í stuttri ritgerð að Dular-
gervi i Hallfreðar sögu sé komið úr biblíuþýðingunni Stjórn og feng-
ið að láni hjá Davíð konungi. Þetta þykja mér góð tíðindi, því að ég
trúi að Islendinga sögur séu að upphafi anti-legendur.
Sigrún Davíðsdóttir staðhæfir að skáldskapur sé skáldskapur,
þótt hann sé kenndur við stórhöfðingja, — og séu hirðkvæði villu-
heimildir sagnfræðinga. í merkilegri ritgerð um þennan kveðskap,
hvers vegna hann var fluttur höfðingjum, hvernig hann varðveittist
og hvers vegna hann var að lokum skráður á bókfell — rekur hún i