Saga - 1979, Page 260
250
RITFREGNIR
gæti kristinna hugmynda, en „geisli sólar er hákristilegt tákn“.
Líking mannsævi „við gang sólar, frá morgni til kvölds, er æva-
gömul“, eins og örlagatrúin, sem er heiðin en ekki kristin. Eftir
öllum sólarmerkjum þykir mér liklegt að Helgakviða sé frá sið-
skiptatímanum á 11. öld. Um það breytir ritgerðarkorn Sverris engu.
Helgi Guðmundsson á síðustu ritgerð bókarinnar um Hreyti-
speldi, sem um getur í Orms þætti Stórólfssonar. Slíkur gripur
fannst í Konungsmýri á Sjálandi 1955 og taldist frá steinöld.
Skömmu síðar eignaðist ég danskt hreytispjald og lék mér að því á
síðkvöldum, en þekkti hvorki íslenskt heiti þess né vissi að höf-
undur Orms þáttar hefði átt sér slíkan grip.
Að lokum skrifa þeir Hermann Pálsson, Jón Helgason, Ólafur
Halldórsson og Stefán Karlsson Samtíning og orðaskýringar:
íviðjur — mun réttur lesháttur á 2. er. 6. vo. Völuspár, eins og
prentað stendur í Eddukvæðum, útg. Guðna Jónssonar 1949. Út eða
suðr sem áttatáknun í Njálutexta Möðruvallaókar styður norð-
lenskan uppruna hennar.
Hamurendar sem nafn á bænum Hamraendar í Dölum „er reglu-
leg mynd með stofnsérhljóðinu u, eins og í ‘Akureyri’ og ‘Fagurey’, en
hún hefur varla náð mikilli fótfestu vegna þess að stofninn ‘hamur-
var ekki í málinu“ (bls. 230).
Eitt sinn hentum við Valtýr Pétursson gaman að því, að listvina-
deila hefði orðið til þess að Grænland byggðist. Eiríkur rauði lán-
aði setstokka Þorgesti gamla á Breiðabólstað og náði eigi aftur
þegar hann heimti. Eiríkur sótti þá stokkana með sveit manna, °S
börðust þeir Þorgestur skammt frá garði að Dröngum. Þar félln
tveir synir Þorgests og nokkrir menn aðrir, en Eiríkur varð sekui
og fór að leita Gunnbjarnarskerja. Okkur Valtý þótti auðvitað að her
væri um mikil listaverk deilt og væri þetta upphaf að listvina-
deilum hérlendis. Ólafur Halldórsson álítur að eitthvað hafi Eiríkur
þurft að hafa sér til dægradvalar annað en bústang í Brattahlíð
eftir þangaðkomuna; — þar hafi hann „skemmt sér við að bua
til gátur”. Gátan sem um er rætt fannst á rúnapinna í rústum a
Dýranesi (Narssaq) við Eiríksfjörð 1953 og var skýrð af Helga
Guðmundssyni í Griplu I.
Að lokum gera þeir Hermann Pálsson og Jón Helgason athuga
semdir við eigin ritsmíðar áður birtar, og er hver sínum hnútuiu
kunnugastur.
Gripla er hið merkasta rit eins og vera ber. Hún hóf göu£n
sína 1975 og var ætlunin að hún kæmi út árlega, 12—14 arkii 1
senn. Úr því hefur ekki orðið en bækurnar eru stærri en ráðgert var-
Björn Þorsteinsson.