Saga - 1979, Síða 262
252
RITFREGNIR
földunum. Staða langfjölmennustu „stéttarinnar", bænda, er þó
lítt skýrð hér, enda væri það torvelt í stuttu máli. Bent skal á
það, að í þættinum um lögfesting konungsvalds er aftur minnst á
stéttir, t.d. á bls. 23, og segir þar að nýjar stéttir hafi ekki orðið til
í álfunni fyrir siðbreytingu. Sú staðhæfing fer í bága við um-
ræðu um þessi mál á bls. 12—13.
Annar meginþáttur bindisins er Lögfesting konungsvalds eftir
Björn Þorsteinsson og Sigurð Líndal. Hér er fjallað um Járnsíðu
og þó einkum Jónsbók og lögtöku þeirra mun rækilegar og betur en
gert hefur verið í fyrri Islandssögum. Hugtakanotkun hér er oftast
góð, en þó finnast hnökrar. Á bls. 33 er talað um miðaldasögu, og
er þá átt við tímabilið 1262—1550 eða þar um bil. Óhætt er að segja,
að þetta stangast á við evrópska venju og reyndar við heiti bókar-
innar Islensk miðaldasaga eftir Björn Þorsteinsson, sem út kom s.l-
haust, en þar er réttilega gert ráð fyrir að miðaldir hefjist um 500
eða svo. — Annað aðfinnsluvert við þennan þátt bókarinnar er, að
í lesmálinu er allvíða hlaupið hastarlega úr einu í annað í trássi
við fyrirsagnir undirkaflanna. 1 kafla um lögmenn er t.d. allt í einu
farið að tala um Diðrik Píning (bls. 64). Þessi gönuhlaup verða iðu-
lega til þess að farið er óralangt út fyrir ramma þess tímabils, sem
hér er aðallega verið að ræða um, og þá jafnvel haldið fram á 16-
öld eða lengur með einstaka málaflokka. Þetta er reyndar réttlætt i
formála bindisins, en þar segir, að ekki sé unnt að binda lýsingu
á stjórnskipuninni nákvæmlega við þau tæplega hundrað ár, sem
bindið annars tekur til. .Ég er ekki allskostar sammála þessari af-
greiðsiu, og tel, að í þessu bindi hefði átt að fjalla um hina eigin-
legu iögfestingu konungsvaldsins fyrst og fremst, en láta þróun
þessara mála út miðaldir eða svo bíða næsta bindis eða binda. Vafa-
lítið er, að sú aðferð sem fylgt er í III. bindi í þessu efni hlýtui'
að leiða til endurtekninga síðar, einkum í væntanlegu IV. bindi-
Þess ber líka að geta, að í næsta þætti ritsins, kirkjusögunni, er
miklu minna um að þróun mála sé rakin fram undir siðaskiptb
þannig að ekki er um samræmi að ræða innan bindisins að þessu
leyti.
Hugtakið st.éttir er enn nálgast á bls. 76—79, en þar nefnist
undirkafli íslenzkt aðalsveldi. Hér er ýmislegt óljóst, aðalshug"
takið er skýrt á fleiri en einn mismunandi hátt með mjög skömmu
millibili, og rætt er ógreinilega um erfðaaðal. Á bls. 93 er enn
minnst á íslenskan aðal, og virðist þar átt við umboðsmenn kon-
ungs eina. Á bls. 77 segir reyndar, að ekki sé kunnugt um að kon-
ungur hafi veitt Islendingum herradóm á 14. öld. Játað skal a
sagnfræðingum nágrannaþjóðanna gengur einnig illa að skilgreina
aðalshugtakið á síðmiðöldum. 1 Islandssögubókum hefur hins vegar