Saga - 1979, Page 263
RITPREGNIR
253
fram að þessu yfirleitt ekki svo teljandi sé verið gert ráð fyrir til-
yist íslensks aðals, og nýjar skoðanir um það efni hefði þurft að
i'ökstyðja rækilega og láta fylgja sem gleggstar skilgreiningar.
Undirkaflinn Almennir hagir bls. 100—105 er hálfundarlega sett-
ui' í lok 2. meginþáttar bókarinnar, og hér er sagt ýmislegt sem
óhjákvæmilega er umdeilanlegt. Á bls. 101 er dálítið minnst á mann-
fjöida, en á bls. 103—05 er rætt um skattbændatalið 1311. Eðlilegra
hefði verið að tengja þetta tvennt. saman. Á bls. 103 segir að annálar
geti sjaldan imi hafísa. Hér hefði þó verið eðlilegt að vitna til Gott-
skálksannáls, en þar segir að hafís hafi nær kringt Island 1275, og
fjöldi hvítabjarna hafi verið drepinn hér bæði þá og árið áður.
Þriðji meginþáttur bindisins er Frá go'öakirkju til biskupskirkju
eftir Magnús Stefánsson. Stíllinn á þessum þætti er mjög ólíkur
stílnum á þættinum á undan. Hér er atburðarás staðamálanna svo-
uefndu rakin mjög nákvæmlega, og það svo að stingur nokkuð í stúf
við aðrar frásagnir af atburðarás í þeim þremur bindum sem út
eru komin af Sögu Islands. Hugtök svo sem staður eru yfirleitt skýrð
i’ækilega og vel.
Heimildir kirkjusöguþáttarins eru aðallega biskupasögurnar,
einkum Árna saga. 1 stað þess að fylgja biskupasögunum svona ná-
hvæmlega hefði e.t.v. mátt nota Auðunar máldaga og aðra mjög
forna máldaga meira en gert er og reyna á grundvelli þeirra að
^ýsa daglegu starfi kirkjunnar um hinar dreiíðu byggðir landsins.
f-d. er harla lítið minnst á þann mikla fjölda smárra guðshúsa, sem
sannanlega voru í landinu á þessum tíma (þó var smávegis drepið
ó það mál í II. bindi, bls. 79—-80). Einnig hefði e.t.v. mátt nýta jar-
teinasögur eitthvað. Stíll þáttarins er talsvert margorður, og endur-
fdkningum bregður fyrir, t.d. er sagt bæði á bls. 249 og 252 að
ekki sé vitað hvenær Kristniréttur Árna hafi öðlast gildi á ný í Skál-
holtsbiskupsdæmi.
Kirkjusöguþátturinn er sérstaklega góður að því leyti, að þar er
'slensk kirkjusaga tengd rækilega — betur en nokkru sinni fyrr
hefur verið gert — við evrópska og norræna kirkjusögu og hug-
^yndasögu þessa tíma. Þetta er líklega merkasta nýjungin í þessu
óindi af Sögu íslands.
Ujórði meginþáttur bókarinnar er Bókmenntasaga eftir Jónas
vristjánsson. Þetta er framhald af bókmenntasögunni í II. bindi,
°R sr hér rætt um heilagramannasögur, Islendingasögur og Islend-
Inffaþætti. Jlestu rúmi er varið í að rekja á fjörlegan og skemmtileg-
hátt söguþræði Islendingasagna. Fræðilegar athugasemdir sem
ram koma, virðast mjög í anda þeirra Sigurðar Nordal og Einars
° ' Sveinssonar. Líklega hefði mjög komið til greina að gera nýj-
Um uðferðum í bókmenntarýni, frá síðustu áratugum, hærra undir