Saga - 1979, Qupperneq 267
RITFREGNIR
257
og mynd af einni síðu í frumritinu. Síðan kemur megintextinn,
t.e. nöfn fólksins, staða í fjölskyldu, aldur, hjúskaparstétt og starf,
°g er þessi texti á dönsku eða dönskuskotinni íslensku. Byrjað er á
Stafafellssókn í Lóni og haldið suður um land, en endað á Stóraás-
sókn í Hálsasveit. í lok bindisins er að finna orðasafn með íslenskum
þýðingum nokkurra danskra og latneskra orða í aðaltextanum.
Eðlilegt er að bera þessa útgáfu saman við útgáfu Hagstofu ís-
lands af manntalinu 1703, en það var gefið út í heftum árin 1924-47.
Að ýmsu leyti er slíkur samanburður þó örðugur. Manntalið 1703
var ekki tekið á eyðublöð eins og gert var 1801, og þess vegna var
hinum varðveitta texta þess hagrætt nokkuð í útgáfunni, en mann-
talið 1801 er nú prentað nálega stafrétt upp af hinum útfylltu eyðu-
Woðum. Síðarnefndi kosturinn er að sjálfsögðu mun æskilegri. Út-
gáfu manntalsins 1703 var fylgt úr hlaði með allrækilegum inngangi,
t>ar sem forsaga töku manntalsins er rakin og tilgangurinn með því
nokkuð ræddur. Eins og áður segir er gerð nokkur grein fyrir töku
manntalsins 1801 fremst í hinu nýútkomna bindi, en það hefði þó
niátt gera rækilegar en raun hefur á orðið. Ekki er rætt um tilgang-
Jnn með töku manntalsins og raunar ekki bent á, að þetta var fyrsta
fullkomna allsherjarmanntal, sem tekið var í öllum ríkjum konungs.
hefði e.t.v. mátt benda sérstaklega á, að ekki hefur ennþá verið
unnið nógu vel staðtölulega úr þessu manntali. Yfirlitstöflur um
'nannfjöldann, m.a. eftir atvinnugreinum, birtust þó árið 1842 í
Statistisk Tabelværk, sem kom út í Kaupmannahöfn.
Ætla má, að Hagstofan sjái sér fært að vinna töfluhefti upp úr
nianntalinu 1801, þegar það verður fullprentað, og væri líklega tilval-
að það yrði haft í líkingu við töfluheftið, sem unnið var upp úr
uianntalinu 1703 og birt árið 1960 (Hagskýrslur Islands II, 21), en
bað er mjög skýrt og skipulegt að öllum frágangi.
Þó að girnilegt sé að bera manntölin 1703 og 1801 saman er ekki
unnt að koma slíkum samanburði við að öllu leyti. Tilgangur með
töku manntalsins 1703 mun einkum hafa vérið sá að kanna fjölda
Þni'famanna á Islandi, en manntalið 1801 var hins vegar liður í töku
nákvæms allsherjarmanntals í öllum ríkjum Danakonungs, eins og
aður sagði. Af þessu leiðir m.a. að 1801 munu þurfamenn á land-
mu ekki hafa verið taldir með nándar nærri jafn mikilli nákvæmni
°S gert hafði verið árið 1703.
Þetta 1. bindi Manntalsins 1801 er mjög vel úr garði gert hið
Vtra. Megintextinn er aðgengilega upp settur, þannig að naumast
ei' Unnt að finna að frágangi hans. Ég hef ekki reynt að leita að
fU'entvillum í honum, enda þyrfti þá samanburður við handritið að
íara fram.
Orðasafnið aftast í bindinu er mjög gagnlegt. Þess skal getið,
17