Saga - 1979, Side 277
RITFREGNIR
267
miklu ráðið um viðtökur Dana við Sambandslagafrumvarpinu síð-
sumars 1918. Óljósar heimildir benda til, að hið sama hafi vakað
fyrir dönsku ríkisstjórninni í maí—júní, áður en samningar hófust
1 Reykjavík (bls. 78). Höfundur er ófús að trúa þeim heimildum,
þar eð menn hafi þá enn ekki búizt við algerum ósigri Þjóðverja í
heimsstyrjöldinni (bls. 79, 110). Þar kann hann að vera tortryggn-
ari en góðu hófi gegnir, en hitt er þó víst, að heimildir hans benda
ekkert í þessa átt fyrr en vorið 1918.
Frá árunum áður hefur Sundbol margar heimildir fyrir því, að
Kristján konungur var ævinlega tregur að slaka til við íslendinga
°S gramdist stórlega hið erfiða samningaþóf við þá. En þó ber
dönskum heimildum fyllilega saman við íslenzkar um það, að vorið
1918, nánar tiltekið í apríl, var konungur orðinn þess mjög hvetj-
andi að leita með hraði sátta við Islendinga. Sundbol kann einnig
að greina frá því (bls. 59—61), hvað — eða réttara sagt hver—
ol!' sinnaskiptum konungs, nefnilega H. N. Andersen, forstjóri
Austur-Asíufélagsins og einn helzti fésýslumaður Danmerkur. Hann
hafði í huga að ryðja úr vegi þjóðemislegum og stjórnmálalegum
hindrunum fyrir fjármálaumsvifum Dana á Islandi, sérstaklega
rirkjun Sogsfossa. Má líklegt heita, að Andersen hafi ekki verið
emn um að boða þann málstað í Danmörku og fleiri en konungur
lagt eyru við honum, svo að hér sé fram komin mikilvæg skýring á
samningalipurð Dana 1918.
1 þessu efni má raunar segja, að Danir hafi til lítils barizt. Hugs-
aniega hefði undanlátssemi þeirra í sambandsmálinu nokkru ráðið
um það, hvort Islendingar hefðu heldur kosið norska virkjun í
hjórsá eða danska í Sogi, en nú varð það ofan á hjá þeim að vilja
hvorugt. Og á hinn bóginn leið skammur tími frá stríðslokum,
þar til danskir fésýslumenn sem árin 1917 og 1918 höfðu ákaft leit-
að að tækifærum til að ávaxta stríðsgróða sinn, áttu sjálfir við fjár-
magnsskort að stríða.
Þetta er nú útúrdúr, því að frásögn Sundbols nær aðeins til
'austs 1918 og hún tekur ekki til efnahags- eða viðskiptamála
aema mjög lauslega. Hann rekur ekki í neinni heild þá margvis-
fjárhagslegu fyrirgreiðslu (útflutningsleyfi á skömmtunarvör-
llm og niðurgreiddum vörum, skipakaupaleyfi, lánveitingar úr ríkis-
s.íóði 0g fyrirgreiðslu um bankalán), sem stjóm Jóns Magnússonar
;°tti undir Danastjórn, og getur því ekki rökrætt, hvort þessi mál
lafi tengzt sambandsmálinu á einhvern hátt. Þetta hygg ég vera
að sem helzt- vantar á umfjöllun Sundbols um hina dönsku hlið við-
a«gsefnis síns, því að í viðskiptamálum urðu Danir sannarlega að
ueta og framkvæma flókna „Islandspolitik“.
Helgi Skúli Kjartansson.