Saga - 1979, Page 278
268
RITFREGNIR
Helgi Sigurðsson: KJARADEILUR ÁRSINS 1942
(FRAMLAG 4). Reykjavík (Troskýistar í H. 1.) 1978.
Rit þetta (fjölritaður bæklingur, 85 síður) fjallar um mjög for'
vitnilegt og mikilvægt efni í Islandssögunni, nefnilega launahækk-
anirnar miklu á árinu 1942 og hina misheppnuðu tilraun stjóm-
valda til að hafa hemil á þeim með gerðardómslögunum.
í stuttum inngangi er veitt yfirlit um kjaramál frá lögbindingu
kaupgjalds vorið 1939, en atburðir ársins 1942 síðan raktir all-
nákvæmiega, og skiptist aðaláherzlan nokkuð jafnt milii kjara-
deilnanna sjálfra og stjómmálaágreiningsins um þær. Hvort tvegg.la
er nær alfarið rakið eftir frásögn blaðanna samtímis.
í ekki lengri ritgerð um slíkt efni verður auðvitað að velja efm
og hafna. Ég sakna þess til að mynda, að Helgi fjallar ekki á neinn
samfelldan hátt um þjóðfélagslegt baksvið kjaraátakanna, lýSI1
ekki mati manna á þeim eftirá og gefur sér yfirleitt ekki tóm til að
ræða heimildavandamál. Ég myndi sakna þess minna, þótt færra
segði af gagnkvæmum skætingi blaðanna. En þetta er álitamál; °£
svo má vera að heimildirnar, blöðin, móti hér etfnishlutföllin. En
hvað sem þessu líður, er augljóst, að fengur er að aðgengilegr1
lýsingu á þessum mikilvægu atburðum.
Upplýsingamar, sem Helgi dregur hér saman, eru kærkomnar
jafnt fyrir því, þótt umfjöllun hans um þær sé með nokkrum um-
deilanlegum sérkennum. Hann er dómgjarn, strákslegur í orðavah
og nokkuð fullyrðingasamur. Dæmi: „Báðir verkalýðsflokkarnn
höfðu sterka tilhneigingu til að bæta orðstír auðvaldsins.“ (Bls. 23)-
„Það hefur sannast ótal sinnum út um allan heim.“ (Bls. 52; þ-e- a
smábændur séu yfirleitt ómeðvitaðir um eigin hagsmuni.) ,>Var
þetta óvenju ósvífið bréf.“ (Bls. 63; þ.e. frá Vinnuveitendafélagin11
til Dagsbrúnar.) „Stalínistar hafa sterka tilhneigingu til að skyia
hlutina út frá persónueinkennum ákveðinna manna." (Bls. 66.)
„Þessi leynipukurshugsunarháttur hefur alltaf verið sterkur b®
hjá sósíaldemókrötum og stalínistum." (Bls. 76.).....og stafar
það fyrst og fremst af stéttasamvinnustefnunni sem rekin vai
af verkalýðsflokkunum.“ (Bls. 4; nefnilega að kjörfylgi þeirra haf 1
um sinn aukizt hægar en félagatala verkalýðsfélaganna.) Eng111
tilraun er gerð til hlutleysis á neinu sviði, heldur gengur höfun
ur fyrirvaralaust út frá málstað þeirra, sem gerðu eða studdu kauP^
kröfur. Þótt skeytum hans um Stalínisma sé væntanlega beint^a
Sósíalistaflokknum, er sjónarhóll ritgerðarinnar oftast hjá sosi
istum og stundum sagt frá skoðunum þeirra eða munnsöfnuði eu