Saga - 1979, Qupperneq 280
270
RITFREGNIR
blöðunum. Þó eru Morgunblaðið, Vísir og Tíminn nær einvörðungu
notuð sem heimildir um málflutning eða viðhorf stjórnmálaflokk-
anna, sem að þeim stóðu, eða einstakra stjórnmálamanna. Mér
virðist Tíminn aðeins þrisvar og Morgunblaðið einu sinni borið
fyrir atburðum, en enginn þeirra gerist í sjálfum kjaradeilunum.
Þeim er alfarið lýst eftir Alþýðublaðinu og Þjóðviljanrun (þ.m.t.
Nýtt dagblað, meðan hann bar það nafn). Höfundur skýrir hvergi
þessa einhæfu heimildanotkun né ræðir hættumar, sem henni kunm
að fylgja.
Á ýmsum stöðum blasir við, að notuð er varhugaverð heimild, en
ekki gerð nein tilraun, svo að séð verði, til að finna aðra betri. Til
að mynda eru tölur um þjóðartekjur 1941 (bls. 15) teknar eftii'
Nýju dagblaði í janúar næsta ár. Ljóst er, þótt ekki sé af öðru en
birtingartímanum, að þær hljóta að vera lausleg ágizkun. (Höfund-
ur notar alls engar opinberar tölfræði- eða hagfræðiheimildir.) Al-
þýðublaðið er notað fyrirvaralaust sem heimild fyrir því, hvað „Sjálf-
stæðisflokkur og Framsóknarflokkur sögðu“ um tilteknar starfsstétt-
ir (bls. 16) og hvað Hermann Jónasson sagði í áramótaræðu (bls-
17), svo og fyrir ummælum Jakobs Möller á Alþingi (bls. 33; þa®
er fljótlegt að leita í Alþingistíðindum að dagsettum ummælum
nafngreinds þingmanns, og vert er a.m.k. að nefna það, ef þaU
finnast ekki; raunar er hér hvergi vitnað í Alþingistíðindi 1942,
þar sem umræður um setningu og afnám gerðardómslaganna fylla
hátt á þriðja hundrað dálka). „15. maí heimtaði Jónas frá Hriflu>
að stöðvaðar væru allar meiriháttar byggingarframkvæmdir í
Reykjavík, nema hitaveitan.“ (bls. 54) Svo tilvísun í Þjóðviljann
og ekki orð um annað en að Jónas hafi borið kröfu sína fram þar.
Getsakir eru teknar upp úr stjórnarandstöðublöðunum, t.d. um
samninga stjórnarflokkanna mn frestun bæjarstjórnarkosninga í
Reykjavík (bls. 32—33) og um handahófsvinnubrögð gerðardómsins
(bls. 44 aðallega), þar sem heimildin er svo varhugaverð, að rétt
væri að bera hana undir núlifandi menn sem vel mega vita hið sanna
um þessi mál. Auðskilið er að vísu, að höfundur vilji halda sig
við
prentaðar heimildir sem mest og forðast það tímafreka verk að nota
munnlegar frásagnir sem sjálfstæðar heimildir (sem þó lægi tiltölU"
lega beint við í þessu verkefni), en hitt er annað mál að bera PreU^’
heimildir undir heimildarmenn, eða þá öðrum kosti að sleppa mj°£
varhugaverðum frásögnum prentheimildanna. Og hér er þó notaðui
einn heimildarmaður, Einar Olgeirsson. Vonandi hafa aðrir, sem
beint liggja við sem heimildarmenn um viss atriði, ekki verið dænw
ir úr leik vegna stjórnmálaskoðana.
Um heimildaforðann tjáir annars ekki að fjölyrða, því að í sögu
síðari tíma gildir hvorki reglan að kanna allar heimildir ne a