Saga - 1979, Page 300
290
AÐAIiFUNDUR SÖGUFÉLAGS
Aífgreiðsla Sögufélags í Fischersundi hefur verið starfrækt frá
árinu 1975 undir stjórn Ragnheiðar Þorláksdóttur, og hefur skapað
félaginu ómetanlega aðstöðu og breytt rekstrinum stórlega til batn-
aðar frá því sem áður var, enda vandséð hvernig starfsemi félagsins
hefði reitt af, ef þessi aðstaða hefði ekki komið til. Hinu fyrra
sambandi við ísafoldarprentsmiðju hefur verið slitið, en skipt jafnt
við Isafoldarprentsmiðju sem aðrar prentsmiðjur um prentun út-
gáfubóka. Félagið á, sem að líkum lætur, ailstóran bókalager og
hefur fyrir velvilja ýmissa aðila fengið allhentugt geymslurými, og
hefur þar munað einna mest um þá aðstöðu, sem fengizt hefur i
húsnæði borgarinnar á Korpúlfsstöðum.
Félagatala hafði lækkað ískyggilega mikið áður en fyrrnefnd
breyting var gerð, en á undanförnum árum hefur orðið stöðug
fjölgun, svo að félagar eru nú komnir á ellefta hundrað (til sam-
anburðar má geta þess, að þeir urðu flestir 1.185 árið 1947).
Sögufélag nýtur kr. 500 þús. styrks frá Alþingi á fjárlögum, auk
þess sem Alþingi kostar nú útgáfu Alþingisbóka Islands.
Stefnt er að útgáfu eftirtalinna rita á árinu 1979:
Tímaritið Saga undir ritstjórn Björns Teitssonar og Jóns Guðna-
sonar.
Söguslóöir, afmælisrit til heiðurs próf. Ólafi Hanssyni sjötuguni,
þriggja manna ritnefnd annaðist útgáfuna, en þar verða ritgerðir
eftir 25 fræðimenn, nemendur Ólafs og samstarfsmenn, auk þess
heillaóskalisti; er útgáfan í samvinnu við Sagnfræðistofnun Ha-
skóla íslands, Sagnfræðingafélagið og Sögusjóð Menntaskólans
í Reykjavík.
Sýslu- og sóknalýsingar Á rnessýslu í útgáfu Svavars Sigmunds-
sonar .
Rit um Snorra Sturluson í tilefni 800 ára afmælis með ritgerðum
eftir Bjarna Guðnason Gunnar Karlsson, Halldór Laxness, Helga
Þorláksson, Ólaf Halldórsson og Óskar Halldórsson.
Rit um Jón Sigurðsson forseta í tilefni 100 ára ártíðar eftm
Einar Laxness.
Fortseti vék síðan að nokkrum þeim ritum, sem enn væru
undirbúnings- og umræðustigi og nefndi í því sambandi, auk tima
ritsins Sögu, t.d. Alþingisbækur Islands, en þar væru 3 bindi eft»r>
Landsyfirréttar- og hæstaréttardóma, Safn til Sögu Reykjavík111
(þ. á m. skjöl Innréttinganna), Islenzka ættstuðla, Landsnefnda1
skjöl og skjöl Jarðabókarnefndar o.fl.
Skýrslu sinni lauk forseti, Einar Laxness, með eftirfarandi orðum
„Til alls þessa, sem hér hefur verið nefnt, þarf verulegt fJ^
magn, þar sem prentkostnaður er mikill, því að í dag kostar me
bók, ca. 15 arkir og 1500 eintök, aldrei undir 3—4 milljónum ki°n