Saga - 1991, Page 11
BJÖRN SIGFÚSSON
9
magnsverkfræði, Helga jöklafræðing og starfsmann Raunvísinda-
stofnunar Háskólans, Ólaf Grím lækni. Droplaug lést árið 1945. Síðari
kona Björns, sem lifir mann sinn, er Kristín Jónsdóttir frá Iðu í Bisk-
upstungum. Pau eignust einn son, Hörð, sem er öryrki af fötlun og
hefur jafnan búið í foreldrahúsum.
Magistersritgerð Björns fjallaði um eyfirskar og þingeyskar sögur
frá 10. og 11. öld. Af henni mun sprottið fyrsta sjálfstæða rit hans á
prenti, Um Ljósvetninga sögu, þriðja heftið í Studia Islandica, árið 1937.
Þetta er einkar rökföst rannsókn á sambandi tveggja gerða sögunnar.
Þar gengur Björn fram fyrir skjöldu í sókn bókfestukenningar gegn
sagnfestumönnum, sem þá stóð yfir, og rennir styrkri stoð undir bók-
festukenninguna (eða kippir öllu heldur undan sagnfestukenning-
unni stoð sem hún hafði treyst þónokkuð á). Vert er að taka eftir því
að þetta rit kom út þrem árum á undan Hrafnkötlu Nordals, sem jafn-
an hefur verið talin tímamótaverk í átökum skólanna tveggja í íslend-
ingasagnarannsóknum, þótt ekki sé þar með verið að jafna þessum
tveimur ritum saman. Árið 1940 gaf Björn þingeysku sögurnar Ljós-
vetninga sögu og Reykdæla sögu út í tíunda bindi íslenzkra fornrita, og jós
þar enn af sama þekkingarbrunni.
Doktorsritgerð sína skrifaði Björn Um íslendingabók og gaf út sjálfur
og varði árið 1944. Ritið er að hluta til vörn fyrir heimildargildi bókar-
innar, og hlýtur tilefni hennar nánast að vera tortryggni Einars
Arnórssonar á sagnaritun Ara fróða, sem birtist í grein hans um
kristnitökufrásögn íslendingabókar í Skírni 1941 og bók hans um Ara
1942. Á einum stað (bls. 122-23) segir Björn, svolítið sposkur: „niður-
lag formála Islb. má vel skilja svo, að ekki hafi hann búizt við að verða
ætíð talinn óljúgfróður um söguefnin, enda mætti segja nú, að hon-
um hafi ekki logizt sá grunurinn." Annars er rannsókn Björns á
íslendingabók býsna fjölhliða og full af frumlegum og djörfum hug-
myndum. Trúr fordæmi Ara um knappan frásagnarhátt skilaði hann
þessu verki á aðeins um 140 blaðsíðum, og mun sumum hafa þótt það
nokkuð umfangslítið af íslensku doktorsriti að vera. Kannski hefur
það átt þátt í því að Björn hlaut aldrei þann starfsframa í íslenskum
fræðum sem hann óskaði; hann fékk hæfnisdóma til prófessorsemb-
ætta bæði í Islandssögu og íslenskum miðaldabókmenntum en var í
hvorugt starfið valinn. Ekki veit ég hvers vegna hann sannaði hæfni
sína með svo fyrirferðarlitlu riti. Kannski hefur honum sollið móður
að koma brautryðjanda íslenskrar söguritunar til varnar, en skiljan-