Saga - 1991, Side 12
10
GUNNAR KARLSSON
legt er líka ef hann hefur átt fullt í fangi að koma ekki stærra riti af og
gefa það út, með fjögur ung börn í engu föstu starfi.
Fjórar aðrar bækur frumsamdar liggja eftir Björn, Auöug tunga og
menning, safn útvarpserinda um íslenskt mál, árið 1943, Saga Pingey-
inga I, 1946, Múrarasaga Reykjavíkur, 1951, og Bókasafnsrit I, handbók í
bókasafnsfræði samin í samvinnu við Ólaf Hjartar bókavörð, 1952. Pá
gaf hann út Neista, úr þúsund ára lífsbaráttu íslenzkrar alþýðu árið 1944,
Vídalínspostillu (ásamt öðrum), 1945, Hvíli ég væng á hvítum voðum,
ljóð eftir vestur-íslensku skáldkonuna Bínu Björns, 1973, og Rit Björns
Halldórssonar í Sauðlauksdal (ásamt öðrum), 1983. Hann skrifaði fjölda
fræðilegra greina í tímarit og afmælisrit, og langar mig til að nefna
sérstaklega greinina „Full goðorð og forn og heimildir frá 12. öld" í
Sögu III, 1960. Þar var tekist á við tvö sígild efni fornrar íslenskrar
stjórnmálasögu, goðorðaskipunina eins og henni er lýst í lögum og
íslendingabók, og samruna goðorðanna á 12. öld. Björn varpar þar
meðal annars fram frumlegri kenningu sem verður aldrei gengið
framhjá, að sameining goðorðanna í héraðsríki, sem löngum hafði
verið talin banabiti þjóðveldisins, hafi í rauninni verið hagkvæm
þróun, sprottin af reynslu af því hversu stórar stjórnareiningar hent-
uðu á íslandi. Loks verður að geta þess að Björn stakk oft niður penna
til að rita í blöð, um fræði sín, stjórnmál og hin fjölbreyttustu hugðar-
efni. Hann hafði brennandi áhuga á málefnum samtímans, var virkur
í pólitík og róttækur framan af ævi en fór síðan eigin leiðir í stjórnmál-
um, án þess að missa áhugann á þeim.
Birni auðnaðist þannig að vinna mikið æviverk á ritvelli, samhliða
ómannlegu vinnuálagi á Háskólabókasafni, þar sem hann var eini
starfsmaðurinn næstum tvo þriðju hluta starfstíma síns. Hann var
líka félagslyndur og álíka ósérhlífinn í félagsstörfum og öðrum
störfum. Meðal annars sat hann í stjórn Vísindafélags íslendinga
tvisvar, sem ritari þess 1951-53 og forseti 1974-77. Sögufélagi vann
hann mikið starf sem ritstjóri Sögu, fyrst einn frá 1958, síðan ásamt
öðrum frá 1960 til 1976.
Þegar Björn lét af starfi háskólabókavarðar, undir sjötugt, var hann
enn óbugaður að kröftum, bæði andlega og líkamlega. Hann vann
fyrst eitt ár á safninu sem lausráðinn bókavörður, en hóf um svipað
leyti nám í landafræði við Háskólann og lauk BA-prófi í þeirri grein
árið 1978, ásamt sænsku sem hann hafði tekið próf í snemma á bóka-
varðarárunum. Hann var sískrifandi fram á síðustu ævidaga og lést