Saga - 1991, Page 15
Jón Steffensen
15. febrúar 1905-21. júlí 1991
Jón Steffensen var höfðingi og heimsborgari. í fasi hans og háttum
lýsti sér rótgróin borgarmenning sem etv. átti sér skýringu í því að
hann fæddist á Akureyri, í byrjun aldar, og þar, sem víða annars stað-
ar á þéttbýlisstöðum, gætti danskrar menningar. Auk þess var móðir
hans dönsk, frá Kaupmannahöfn, og sjálfur var hann við framhalds-
nám í Höfn. Jón gat verið kíminn og þegar hann gerði að gamni sínu
sletti hann ósjaldan dönsku og varð mjög „lúnn". Samt held ég að
hann hafi ekki hleypt mörgum nálægt sér. Jón var hávaxinn, nokkuð
stórskorinn og svipmikill, óhvikull og stöðuglyndur, eins og kominn
beint úr íslenskri náttúru, klettur sem hefði fengið líf.
Jón fæddist árið 1905. Foreldrar hans voru þau Valdimar Steffen-
sen, læknir á Akureyri en Reykvíkingur að uppruna, og kona hans
Karen ]enny Petra Larsen. Jón var prófessor við læknadeild Háskóla
íslands árin 1937-70 en kenndi áfram til 1972. Hann lést í Reykjavík
21. júlí 1991.
Ég kynntist Jóni fyrst persónulega árið 1974 af því að Björn Þor-
steinsson fékk mér það hlutverk að sjá um að gefa út bókina Menning
og meinsemdir sem er safn greina eftir Jón. Þá var Jón að verða sjötugur
en ég var ekki orðinn þrítugur. Ekki man ég hvað mér þótti um hann
í fyrstu, en trúlegt er að mér hafi fundist hann hægur í tali og haft
grun um að hann væri stífur og strangur. Ég hafði heyrt að sem pró-
fessor í Iæknisfræði væri hann skelfir nýnema, sagt var að þeir sem
settust af ókunnugleika á fremsta bekk í kennslustofu undir fyrirlestri
hjá Jóni, og vissu ekki að þar með gáfu þeir kost á að láta taka sig upp,
væru lengi að jafna sig eftir meðferð þá sem þeir fengu hjá honum. En
í sjötugsafmæli Jóns árið 1975 varð mér ljóst hversu mjög ungir og
gamlir nemendur hans virtu hann og mátu mikils og ég skildi það vel.
Jón talaði hægt með þunga og stíllinn á greinum hans er ekki
beinlínis léttur og lipur. Honum nægði að merkingin kæmist til skila
og þegar ég, íslenskukennarinn úr menntaskóla, spurði varfærnis-