Saga - 1991, Page 17
JÓN STEFFENSEN
15
lega hvort ekki væri rétt að laga þetta og hitt í málfari og stíl, brosti
Jón bara góðlátlega. Þá kom í ljós að hann var auðveldur í samskipt-
um og við áttum gott með að vinna saman.
Sumar merkustu greinar Jóns þekkti ég áður en við byrjuðum sam-
vinnu og fannst mikið til um. Ég stóð í prentsmiðjustússi og kom
reglulega til hans með prófarkir. Smám saman hættu prófarkirnar að
vera aðalatriðið, við tókum ósjaldan tal saman og Jón fór með mér
upp á sjónarhól sem ég hafði ekki komið á fyrr. Hann skýrði fyrir mér
lífsbaráttu íslensku þjóðarinnar frá læknisfræðilegu sjónarhorni og
flestum mun hafa verið það nýtt, þegar bókin kom út, líklega einnig
þeim sem þekkt hafa margt úr fræðum Jóns áður. Parna má kynnast
fræðastörfum hans í samfellu til ársins 1975 og fá heildarsýn yfir þau.
En lestur bókarinnar kemst vart í hálfkvisti við spjall Jóns um
hugðarefni sín. Par fór allt saman, lærdómur, rökhyggja, hvöss gagn-
rýni og hugmyndaauðgi. Hin hæga og þunga framsetning Jóns varð
heillandi af því að sýn hans var skýr og hugmyndirnar ferskar og lif-
andi og grunnt á kímni. Þarna var hann, eftirlaunamaðurinn, barn-
laus ekkill, sofinn og vakinn í fræðum sínum á fögru heimili með
ótrúlega gott og glæsilegt bókasafn allt umhverfis. Og þegar hann
vildi leggja áherslu á rök sín og skoðanir, stóð hann upp og gekk eilít-
ið hokinn og einbeittur að bókaskáp, tók eina af bókunum og las upp
kafla máli sínu til áréttingar. Bókin var kannski þýsk eða dönsk frá 19.
öld, í fínu bandi. Og ég hef hugsað með mér síðan að ekki þurfi þeir
að kvíða ellinni sem fá að njóta starfsorku eins og Jón í námunda við
gott bókasafn.
Jón var heill og óskiptur í fræðum sínum og ekkert virtist geta rask-
að ró hans og rökhyggju. Framkoma hans lýsti einarðleika og sam-
ræmi. Lífsstíll hans var ekki bara akademískur heldur líka aristókrat-
ískur. Á heimili hans var margt fagurra hluta og vandaðra, fatnaður
hans var mjög vandaður en þó látlaus og bar vitni góðum smekk og
ég komst ekki hjá því að taka eftir að td. skór hans voru jafnan sterkir
og vandaðir. Þannig var hann, laus við fleipur og flysjungshátt,
hleypidómalaus en fastur fyrir.
Jón var eins í fræðum sínum og framkomu, vandaður og einarður.
Stundum komu fram í tali hans athugasemdir um rugl og rökleysur
sem hann hafði rekist á í fræðum manna og voru svo neyðarlegar að
ég gat ekki annað en skellihlegið. Nýleg dæmi um klúður og hálfkák
í útgáfumálum voru honum líka hugstæð og ummæli hans um það