Saga - 1991, Síða 26
24
HULDA SIGURBORG SIGTRYGGSDÚTTIR
unar á samningum, svo ekki þyrfti að koma til verkfalla þess vegna. í
dómnum sátu fimm menn skipaðir til þriggja ára, einn af Vinnuveit-
endafélagi íslands, einn af ASl, einn af atvinnumálaráðherra, úr hópi
þriggja manna sem Hæstiréttur tilnefndi, og tveir af Hæstarétti og var
annar þeirra forseti dómsins. Að lokum voru sett ákvæði um verksvið
sáttasemjara.
Vinnulöggjöfin kom sér vel fyrir atvinnurekendur að því leyti að
hún kom i veg fyrir fyrirvaralausar vinnustöðvanir en fram að þess-
um tíma höfðu verkalýðsfélögin beitt verkfallsvopninu þegar ekki
náðist samkomulag um kaup og kjör, ef vanefndir urðu á samningum
eða deilt var um skilning á samningsákvæðum. Atvinnurekendum
var einnig gert skylt að hlíta ákveðnum leikreglum. Peir máttu til
dæmis ekki gera samninga við einstaka verkamenn, og þar með var
verkamönnum lögð sú skylda á herðar að vera í verkalýðsfélagi, né
heldur reka menn fyrir pólitískar skoðanir. Ennfremur var þeim
bannað að láta menn gjalda þess að þeir væru í verkalýðsfélagi, hefðu
tekið þátt í verkfalli eða tilheyrðu einhverjum stjórnmálaflokki.2
Innan verkalýðsfélaganna voru blendnar tilfinningar gagnvart
setningu vinnulöggjafar, því óttast var að henni yrði beint gegn
félögunum. Sérstaka tortryggni vakti hversu mikinn áhuga atvinnu-
rekendur höfðu á vinnulöggjöfinni. Alþýðusambandið sendi aðildar-
félögum sínum bréf þar sem efni frumvarpsins var kynnt og óskað
umsagnar um það.3 Mörg félaganna mótmæltu eða kröfðust breyt-
inga á frumvarpinu. Eining var þó ekki innan allra verkalýðsfélag-
anna. Innan Dagsbrúnar studdu alþýðuflokksmenn vinnulöggjöf en
vinstri meirihlutinn, með Héðinn í fararbroddi, var á móti setningu
hennar og sagði að réttindi þau sem verkalýðsfélögin fengju með
frumvarpinu væru
ýmist illa tryggð, lítilvæg, vafasöm eða aðeins staðfesting á
nokkrum hluta þeirra réttinda, sem félögin þegar raunveru-
lega njóta, en jafnframt sé aðalefni frumvarpsins varhugaverð-
ar takmarkanir á hinum forna og viðurkennda verkfallsrétti
félaganna, á valdi félagsstjórnar og félagsfunda, á rétti félag-
anna til sjálfsákvörðunar um taxta, kaup, kjör og vinnnuskil-
mála.4
2 Alþiiigistíðindi 1938 A. Frumvarp nr. 361, 572-81.
3 S.V. Skjalasafn ASÍ Nr. A-1 10/8. Örk merkt 15. þing ASl 1938-1939. Ýmis bréf.
4 Skjs. V.m.f. Dagsbrúnar. Gerðabók Dagsbrúnar 13. mars 1938.