Saga - 1991, Page 33
AÐSKILNAÐUR ALÞÝÐUFLOKKS OG ASÍ
31
greiðslu á skatteftirstöðvum Dagsbrúnar til sambandsins, og
væntum vér þess að sambandsstjórn hlutist til um að lögbrot
og vitleysa formannsins verði ekki látin bitna á meiri hluta
félagsmanna í Dagsbrún, þannig, að þeir fyrir ofbeldis og lög-
leysuaðgerðir meiri hluta félagsstjórnar, sem þeir eru andvíg-
ir, verði sviftir öllum áhrifum og réttindum á komandi sam-
bandsþingi og í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík.25
Undir bréfið skrifuðu Guðjón B. Baldvinsson, Kristínus F. Arndal,
Sigurður Guðmundsson, Erlendur Vilhjálmsson, Haraldur Péturs-
son, Guðmundur R. Oddsson og Guðmundur Finnbogason. Bréfið
dugði ekki til að Alþýðusambandsstjórnin samþykkti að þeir væru í
rétti sem fulltrúar á þinginu 1938 og þar með var Dagsbrún útilokuð
frá frekari starfsemi innan ASf.
Þar sem þingið var bæði þing ASÍ og Alþýðuflokks var ljóst að fylg-
ismenn Héðins yrðu þar í minnihluta enda höfðu þeir reiknað með
því. Um sumarið höfðu farið fram viðræður milli kommúnista og
fylgismanna Héðins um stofnun nýs flokks á svipuðum tíma og þing
ASÍ færi fram. Þegar stuðningsmenn Héðins lentu í minnihluta á ASf
þinginu hófst þing þeirra og kommúnista og nýr flokkur, Sameining-
arflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn, leit dagsins ljós.
Forysta Dagsbrúnar var ekki á því að líða frekari andróður í félag-
inu. Þann 18. nóvember var samþykkt (169:28) að Guðjóni, Kristín-
usi, Erlendi, Haraldi, Guðmundi R. og Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni yrði
vikið úr félaginu og þremur verkamönnum, Sigurði Guðmundssyni,
Guðmundi Finnbogasyni og Símoni Bjarnasyni, veitt opinber áminn-
ing vegna áróðursstarfsemi gegn Dagsbrún og tilrauna til að veikja
félagið og aðstöðu þess til forystu í verkamannahreyfingunni.21’ Með
þessu hafði sósíalistum tekist að draga mikið úr áhrifum alþýðu-
flokksmanna innan Dagsbrúnar.
Upp úr áramótum 1939 hófst valdabaráttan í verkalýðsfélögunum.
Mikið gekk á við stjórnarkjörið í Dagsbrún þar sem smalað var
grimmt. Fleiri voru nú um hituna en áður. Málfundafélagið Óðinn
bauð fram í fyrsta sinn, fyrir hönd sjálfstæðismanna, og fékk 427
atkvæði, Alþýðuflokkurinn 409 og Sósíalistaflokkurinn 660. Þannig
25 S.V. Skjs. ASl 10/8. Nr. A-l. Örk merkt: 15. þing ASl 1938. Þingskjöl. Bréf dags.
20. október 1938 frá fulltrúum Dagsbrúnar til stjórnar ASÍ.
26 Skjs. V.m.f. Dagsbrúnar. Gerðabók Dagsbrúnar 11. nóvember 1938.