Saga - 1991, Page 38
36
HULDA SIGURBORG SIGTRYGGSDÓTTIR
En skjótt skipast veður í lofti. í janúar 1939 fór fram stjórnarkosning
í Hlíf. Pá var formaður félagsins alþýðuflokksmaðurinn Pórður Pórð-
arson, en margir áhrifamenn innan Hlífar voru einnig ráðamenn inn-
an Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Jafnframt réðu þeir bæjarmálum og
höfðu, að mati margra hafnfirskra verkamanna, reynst úrræðalausir í
baráttunni við atvinnuleysið. Einnig þótti ýmsum sem forysta
Alþýðuflokksins hefði í undanförnum kaupdeilum setið á réttmætum
launakröfum.
Petta olli því að í janúar 1939 tóku sósíalistar og sjálfstæðismenn í
Hlíf höndum saman, felldu stjórn alþýðuflokksmanna og kusu Helga
Sigurðsson sem formann. Á fundi félagins í febrúar 1939 ræddi hann
um að innan Hlífar væri nokkuð stór hópur manna,
sem raunverulega væru ekki verkamenn og þar að auki nokkr-
ir vinnuveitendur. Þessir menn hefðu yfirleitt ekki tekið mik-
inn þátt í störfum félagins, en einkum komið á fundi til þess að
greiða atkvæði gegn vilja verkamanna. Óánægja verkamanna
yfir þessu hefði stöðugt færst í vöxt og æ sterkari raddir krafist
þess, að verkamenn réðu einir í sínu félagi. Auk þess mæltu
lög Hlífar svo fyrir, að vinnuveitendur mættu ekki vera í félag-
42
ínu.
Helgi kvað vinnuveitendurna hafa notað aðstöðu sína á „ósvífinn"
hátt, m.a. með því að láta atkvæðagreiðslur á félagsfundum fara fram
með handauppréttingu til að sjá hvernig verkamenn verðu atkvæði
sínu.43 Hin nýja stjórn var ekki á því að líða slíkar ávirðingar, heldur
skrifaði 12 mönnum, sem allir voru alþýðuflokksmenn, bréf þar sem
þeim er tilkynnt að öllum vinnuveitendum yrði vikið úr félaginu.
Enda þótt oss sé kunnugt að sumir þessara manna, sem nú eru
orðnir vinnuveitendur, hafi á sínum tíma starfað í þágu verka-
mannafélagins þá teljum vér samt, þar sem félagslög mæla svo
greinilega fyrir um það, að vinnuveitendur geti ekki verið í
félaginu, að ekki sé hægt að gera undantekningu frá þeirri
reglu.44
42 Skjs. V.m.f. Hlífar. FundagerðabókVerkamannafélagsinsHlífarl2. febrúarl939.
43 Skjs. V.m.f. Hlífar. FundagerðabókVerkamannafélagsinsHlífarl5. febrúarl939.
44 Skjs. V.m.f. Hlífar. Fundagerðabók Verkamannafélagsins Hlífar 12. febrúar 1939.