Saga - 1991, Page 40
38
HULDA SIGURBORG SIGTRYGGSDÖTTIR
lega Héðins, en Dagsbrún veitti Hlíf stuðning í baráttunni. Petta væri
hefnd fyrir að hinir brottreknu hefðu barist á móti klofningsbrölti
hans. Ekkert stæði í lögum Hlífar um að atvinnurekendur mættu ekki
vera í félaginu, heldur aðeins að þeim megi ekki veita inngöngu. Eng-
ir hinna brottreknu manna væru atvinnurekendur, nema helst Ásgeir
G. Stefánsson og hann sé „lítill" miðað við Héðin Valdimarsson,
formann Dagsbrúnar. Hér væri því um lögbrot að ræða og var það
kært til ASl sem brást við á sama hátt og fyrr. Hlíf var rekið úr ASÍ fyr-
ir að hafa
vikið burt úr félaginu, án allra saka og bersýnilega af pólitísk-
um ástæðum, 12 mönnum, þ.á m. mörgum helstu forvígis-
mönnum félagsins að fornu og nýju og hefur með þessari
athöfn brotið gegn 61. gr. og 63. gr. laga Alþýðusambands-
ins.46
Nýtt félag, Verkamannafélag Hafnarfjarðar, var stofnað með sömu
mönnum og voru í stjórn Hlífar árið á undan, og því veitt innganga í
Alþýðusambandið, þótt meirihluti verkamanna væri enn innan raða
Hlífar. Kjarninn í Verkamannafélaginu voru tólfmenningarnir og 162
verkamenn sem gengu úr Hlíf. Verkamannafélagið nýja samdi við
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar (BÚH), Hrafna-Flóka og h.f. Rán, meðal
annars um forgangsrétt til vinnu, en þetta voru félög sem alþýðu-
flokksmenn réðu.
Stjórn Hlífar gerði hins vegar kaup- og kjarasamninga við flesta
aðra atvinnurekendur í bænum. Einnig samþykkti félagið (152:1) að
stöðva alla vinnu hjá þeim atvinnurekendum er neita að gerast
aðilar að samningnum og reyna að hefja vinnu með utanfé-
lagsmönnum, og leggur bann við því, að meðlimir Hlífar vinni
með þeim mönnum, er gerzt hafa meðlimir hins svokallaða
Verkamannafélags Hafnarfjarðar, sem er stofnað til þess eins
að kljúfa verkamannafélagið Hlíf.47
Hinn 16. febrúar 1939 stöðvaði Hlíf síðan alla vinnu. Pegar togari
BÚH, Júní, kom að landi stöðvaði Hlíf afgreiðslu hans, fólk þramm-
aði niður á bryggju og ræður voru haldnar. Hlífarmönnum tókst að
46 Skjs. V.m.f. Hlífar. Fundagerðabók Verkamannafélagsins Hlífar 15. febrúarl939.
47 Skjs. V.m.f. Hlífar. Fundagerðabók Verkamannafélagsins Hlífar 15. febrúarl939.